Best er að hafa lesið Laxdælu áður en þú hefur lestur á þessari álitsgerð.
Ástarþríhyrningurinn og fóstbræðrasvik
Kjartan, Guðrún og Bolli hittast reglulega þegar þau fóru í Sælingsdalslaug og þótti Kjartani og Guðrúnu mjög gaman að tala saman. Þau unnust mikið og voru eiginlega trúlofuð og vildu að þau giftust en sú áætlun fór útum þúfur þegar Kjartan ákvað skyndilega og án þess að ráðfræra sig við Guðrúnu, að fara til Noregskonungs.
Bolli fylgdi með enda fylgdi hann Kjartani um allt.
Ekkert er sagt um samskipti Bolla við Guðrúnu en ætla má að þau hafi verið ágætir vinir og Bolli bar mikla ást til hennar. Áður en þeir fara utan kemur fram að Ólafur Pá hafi fengið hugboð um að hjónaband þeirra yrði ógæfusamt.
EN hann hefur kannski mistúlkað hugboðið og haldið að það hafi einungis átt við um samband Guðrúnar og Kjartans en í rauninni gæti það hafa átt við um samband þeirra tveggja og Bolla.
Hjónaband Bolla og Guðrúnar var ekki minna ógæfusamt og jafnvel enn verra. Það sem Guðrún vissi og Gestur Oddleifsson hafði túlkað var að eiginmenn hennar myndu allir deyja og Kjartani væri dauðinn vís að giftast henni og hún hefur kannski ætlað að reyna að hlífa honum við því. En hefði það getað orðið eitthvað verra en það sem gerðist í sögunni?
Það má túlka þetta hugboð þannig að samband þeirra þriggja muni alltaf hafa vondar afleiðingar í för með sér enda kemur það í ljós í sögunni. Bolli fer heim á undan Kjartan og biður Guðrúnar sem er ófús í fyrstu en lætur svo eftir vegna þrýstings föður síns og bræðra en ekki síður vegna öfundssýkis út í Kjartan sem sagður er eyða miklum tíma með Ingibjörgu konungssystur. Bolli sannfærir hana um að Kjartan muni aldrei koma aftur og hann sendi henni engar kveðjur þó svo að þau eru nánast trúlofuð.
Þegar Kjartan kemur svo heim og sér að Bolli hefur gifst Guðrúnu verður hann þunglyndur og neitar að sættast við Bolla. Margir kviðu viðbrögðum hans en í stað þess að fyllast ofsa þá mælir hann varla orð í heilt ár.
Bolli er að sjálfsögðu eitthvað leiður yfir að hafa misst þennan besta vin sinn og fóstbróðu env arla svo mikið þar sem það var hans verk að fara svona illa með hann því hann vissi að Kjartan og Guðrún voru ástfangin. Sjálfsagt hefur afbrýðissemin bullað í honum í lengri tíma, enda segir sagan að hann hafi alltaf verið í öðru sæti á eftir Kjartani í öllu og þarna bauðst honum kjörið tækifæri til þess að ná bestu konunni sem uppi var um þessar slóðir, auka virðingu sína og ná sér niðri á manningum sem komið hafði í veg fyrir að hann yrði bestur.
Það að troða á öðrum fyrir virðingu hefur aldrei orðið nokkrum til góðs og þessi saga er engin undantekning. Það kom Bolla í koll síðar meir og hefndarmorðin urður allt of mörg.
Bæði Bolli og Kjartan létu lífið vegnaþessa og hefn sona Bolla átti eftir að halda áfram þessi fóstbræðrasvik.
Guðrún var samt potturinn og pannan í þessu öllu. Það var hún sem sættist á að giftast Bolla og svíkja Kjartan. Það var hún sem eggjaði Bolla til að drepa Kjartan og syni sína til að hefna Bolla. Guðrún gerði allt til þess að gera Kjartani lífið leitt þó svo að hann var sá eini sem hún elskaði.
“þeim var eg verst er eg unni mest.”
Shadows will never see the sun