Hérna er smá ritgerð um Harry potter bók.

Harry Potter and the Goblet of Fire


Inngangur
Harry Potter and the Goblet of Fire er fjórða bókin í seríunni um Harry Potter. Hin vel þekkta J.K. Rowling skrifaði bókina. Hún áætlar að skrifa sjö bækur um Harry, það er að segja eina bók fyrir hvert ár sem hann er í galdraskólanum. Þessi bók var gefin út árið 2000 og er 725 blaðsíður. Bókin hefur enn ekki verið þýdd á íslensku og því las ég hana á ensku.

Söguhetjur
Söguhetjan í bókaseríunni er Harry Potter. Hann var á ellefta ári þegar fyrsta bókin hófst. Hann hefur misst foreldra sína en býr hjá frændfólki sínu sem er vont við hann. Harry verður alltaf jafn glaður þegar hann er sendur aftur í galdraskólann sinn sem heitir Hogwart. Þar á hann vini sem heita Ron og Hermione.
Hogwart er stór skóli með mörg leynigöng, drauga, talandi málverk o.fl. Dumbledore er skólastjórinn í Hogwart. Hann og Harry eru orðnir góðir vinir. Það eru margir kennarar í skólanum og ekki vilja allir Harry vel. Voldemort er hinn illi galdramaður sem drap foreldra Harry. Enginn þorir að segja nafn hans nema Harry og Dumbledore. Harry hefur hitt Voldemort og í öll þau skipti hefur Harry haft yfirhöndina en Voldemort alltaf sloppið. Hagrid er einn af starfsmönnum skólans og er mikill vinur Harry. Í þessari bók kemur nýr vinur til sögunnar sem heitir Mad-Eye Moody.

Söguþráður
Í skólanum segir Dumbledore frá því að haldin verði hin þekkta keppni, Triwizard Tournament. Þátttakendur verða að veri sautján ára eða eldri. Þeir nemendur sem vilja taka þátt verða að setja nafnið sitt í sérstaka eldskál (Goblet of Fire). Þegar kom að því að tilkynna hvaða þrír fengju að taka þátt var fjórði keppandinn óvænt valinn og það var Harry Potter.
Fyrsta þrautin fólst í því að fljúga á kústi framhjá dreka og ná gullnu eggi sem var handan við hann. Önnur þrautin fólst í því að kafa niður í vatn og sækja þangað óþekktan hlut eða persónu. Harry átti að bjarga Ron úr vatninu. Á endanum tókst honum það og hjálpaði einnig hinum keppendunum.
Þriðja þrautin fólst í því að komast í gegnum völundarhús og þar mætti hann allskyns verum. Í lok þrautarinnar fluttist hann á annan stað með hjálp galdra. Þar mætti hann Voldemort og barðist við hann. Þar sá Harry foreldra sína sem drauga. Þegar Harry hafði sigrað Voldemort var hlúð að sárunum sem hann hafði hlotið. Hann lét vita að Voldemort hefði snúið aftur en ekki voru allir reiðubúnir að trúa því. Þó var ákveðinn hópur fólks sem ákvað að fara að undirbúa baráttuna milli góðs og ills. Harry fékk ekki að taka þátt í því og var enn einu sinni sendur heim til frændfólks síns í sumarfrí.