Ég vil taka það fram að þessi grein er spoiler í gegn. Þetta er fyrsta bókin um Ísfólkið í mjög grófum dráttum og ef þú vilt ekki láta skemma spennuna fyrir þér, ekki lesa lengra en hingað.
Álagafjötrar
Það var um kvöld haustið 1581 sem að sagan um Ísfólkið byrjar. Snjóir fellur af himninum og líkbrennurnar loga fyrir utan Þrándheim.
Silja Arngrímsdóttir gengur um götur Þrándheims, hún er ein, plágan hefur tekið frá henni alla ástvini hennar og heimi og allt það öryggi sem hún þekkti.
Hún er klædd í tötra, og augnaráð stórra augnanna er þrungið hungri. Plágan geisar og enginn þorir að treysta ókunnugum. Silja ákveður í örvæntingu sinni til að verjast kuldanum að orna sér við líkbrennurnar fyrir utan bæinn.
Á sama tíma er unga aðalskona, Charlotte Meiden, á ferð í leynilegum erindagjörðum. Hún hefur fætt óskilgetið barn og hefur læðst út til að bera barnið út. Hún skilur barnið eftir fyrir utan borgarhliðin í skógarjaðri með ekkert nema kalda jörðina, nokkur sjöl og mjólkurkrús.
Á sama tíma finnur Silja litla stúlku við lík móður sinnar og tekur hana með sér og heldur ferð sinni áfram með hana, í leit að mat og skjóli fyrir næturkuldanum.
Þegar að skógarjaðrinum er komið heyra þær barnsgrát og stúlkan dregur Silju og þar finna þær barnið sem Charlotte hafði borið út og taka það með sér. Silja skýrir börnin skemmri skírn og gefur þeim nöfnin Sunna og Dagur.
Þegar þær koma að líkbrennunum sér Silja að verið er að undirbúa aftöku.
Skyndilega er maður staddur hjá þeim, maður sem að hræddi Silju en heillaði um leið, seinna fór hún að kalla hann “manndýrið”. Hann biður hana að hjálpa sér og með glæsibrag bjargar hún manninum, Hemingi fógetadrápara, frá aftöku.
Manndýrið fer með Silju og börnin á öruggan stað hjá Benedikt málara og kerlingunum hans og þar er hlúð að þeim og þær fá mat að borða.
Benedikt fer með Silju í kirkju sem hann er að mála, og þar kemur listamannsgáfa hennar í ljós og hún málar Manndýrið á kirkjuvegginn sem skrattann.
10 dögum eftir að þau koma til Benedikts veikist Sunna en Manndýrið kemur og bjargar henni svo gleðin er aftur við völd á litla bóndabænum. Á sama tíma gengur Charlotte Meiden móðursjúk um og er við það að missa vitið af samviskubiti og eftirsjá.
Hemingur fógetadrápari kemur í heimsókn til Silju en á meðan hún sér ekki til stelur hann fötunum sem Dagur var í þegar hún fann hann og Silja hafði falið svo vel. Þegar Silja hleypur eftir veginum á eftir honum í örvæntingu sinni birtist Manndýrið og með fötin með sér.
Þá um kvöldið er Silju sagt frá því að sá sem hún hefur hingað til kallað Manndýrið er í raun og veru Þengill af ætt Ísfólksinns.
Þremur dögum fyrir jól breytist allt, ekkja frænda Benedikts birtist með börnin sín tvö og eftir það er ekki lengur friður í húsinu. Og ástandið fór versnandi.
Ár leið, en þá fór allt til fjandans. Abelone (ekkjan), fór til fógetans og kærði SIlju og eina leiðin sem var fær fyrir Silju og börnin var að fara uppí dal Ísfólksins með Þengli.
Í dalnum líður þeim vel, ofast nær, þau kynnast frænku Þengils sem býr í næsta húsi og heitir Eldiríður og hún hjálpar Silju mikið þar sem að Silja hefur ekki húsmóðurstörfin í sér.
Á endanum er Silja við það að gefast upp á þessu, hún ræður ekki við allar skyldurnar sem fylgja því að eiga heimili, laga til, elda, gera við föt o.s.frv. og þá fljúga hlutir í gegnum loftið og öskrin bergmála í húsinu.
Silja fer og heimsækir Hönnu og Grím þrátt fyrir að Þengill hafi bannað henni það og Hanna segir henni að hún muni eignast barn, þótt hún sjái ekki með hverjum það verði.
Mánuðir líða í dalnum og ýmislegt bæði slæmt og gott kemur uppá, en Þengill, Silja og börnin þrauka þetta af sér. SIlja byrjar einnig að skrifa dagbók, í litlu teiknibókina sem Benedikt gaf henni þegar hann kvaddi hana. Þegar vorið kemur fellur Þengill niður í vök og þegar Silja finnur hann í kofanum uppi í fjalli er hann orðinn fárveikur. Hún tekur hann til sín og það endar með því að þau láta undan kynhvötum sínum og sofa hjá hvort öðru og eftir það ákveða þau að gifta sig.
Sumarið kom og fór og veturinn kom aftur, Silja varð ólétt og svo kom að því að hún skildi eignast barnið. Fæðingin gekk erfiðlega og á endanum lét Silja senda eftir Hönnu. Hanna kom og tók á móti barninu og bjargaði þannig bæði móður og barni. Í þakklætisskyni nefnir Silja stúlkuna Líf Hönnu í höfuðið á Hönnu.
Hanna spáir fyrir þeim og þá kemur ýmislegt í ljós. . .
Er vilji fyrir því að ég sendi inn svona greinar um næstu bækur líka?