Riddarasögur


Árið 1000. Fyrir eittþúsund og fimm árum var kristni lögtekin á Íslandi, trú á guð föður almáttugan sem tók við af heiðnum sið sem var fólginn í blótun ýmissa átrúnaðargoða. Í kjölfar kristni urðu margar breytingar á íslenskum þjóðháttum, helst vil ég nefna Biblíuna bók Guðs.

Með komu Biblíunnar sem rits til íslands þurfti náttúrulega presta sem gátu lesið þessi rit til að koma boðskapnum á framfæri. Stofnaðir voru lesskólar á íslandi og ekki leið á löngu fyrr en að margur íslendingurinn gat lesið. Lestur fór að eiga sess í íslenskri afþreyingu. Þá tóku menn að skrifa niður sögur sem höfðu varðveist í máli og ber þar að nefna fornsögurnar Njálu, Gísla sögu Súrssonar og fleiri.Nokkrara sögur, ævintýri, frá evrópu og framandi löndum voru þýddar yfir á íslensku, þaðan komu riddarasögurnar.

Á tólftu öld var talsverður tilfinninga tími í evrópu. Menn lögðu í krossferðir og frelsuðu þjóðir undan heiðnum sið. Kom þá eiginlegur andi rómantíkur yfir menn að sögur og ljóð sprutt upp af miklum konungum, fögrum fljóðum, göldrum og göfugum bardögum.

Riddarasögur fóru að birtast þýddar á íslensku í byrjun þrettándu aldar. Þessar sögur og ljóð voru flest þýdd úr frönsku eða Latínu, ber þar helst að nefna Trójumanna sögu og Alexanders sögu úr latínu og Tristrams saga og Ísöndar og Möttuls saga úr frönsku. Þessar sögur þóttu nokkuð skrautlegar, mikið um flóknar setningar og fjölbreyttar lýsingar mögulega vegna þess að oftar en ekki voru sögurnar upphaflega í formi ljóða.

Miklar tilfinningar bjuggu í þessum ljóðum/sögum og oft voru persónur ýktar mjög til þess að þú yrðir nú ekki í vafa um hver er vondi kallinn og hver er góði kallinn. En hvað eru riddarasögurnar?


„Riddarasögur eru þýðingar ólíkra bókmenntaverka eins og áður hefur komið fram, og því er erfitt að fjalla um bókmenntaleg einkenni þeirra í einu máli. Þó eiga þær það sammerkt að þær opna heim sem er jafn framandi lesendum nútímans og íslenskum lesendum á miðöldum. Það er heimur riddarans, en hann er einn helsti persónugervingur evrópskrar miðaldamenningar.”( Torfi H. Tulinius, “Hefðin auðgast - þýddar riddarasögur”)


Íslendingum þótti mikið til sagnana, þetta var framandi. Víðáttumiklir skógar, stórar hallir, falleg föt og litadýrðin stórfengleg. Yfirnáttúrulegar verur komi til skjalana, dvergar, tröll, galdramenn, risar og álfkonur.

Riddarasögurnar áttu sér stað á tíma sem ekki er tekinn fram og ekki var alltaf alveg vitað um staðsetningu konungsríkjanna. En oft var sögusvið í kringum Miðjarðarhaf þar sem ævintýrin áttu að hafa ráðið ríkjum. „Í riddarasögum eru gjarnan alþjóðleg sagnaminni s.s ástarþríhyrningar.“ (Una Þóra Steinþórsdóttir-samantekt)

Úr mörgum riddarasögum var að velja til að skrifa um. Helst vildi ég rita hér um sem flestar en ég ætla aðeins að nefna eina sem mér fannst einnkar áhugaverð. Þessi saga nefnist Möttuls saga. Eftir lestur sögunnar komu fram viðbrögð hjá mér sem má helst skýra með setningunni:„Hvað í andskotanum var þetta!?”. Ég hef lesið talsvert margar sögur, þar á meðal Trójumanna sögu og Sögu Tristams og Ísöndar, en þessi saga var helst líkast einhverri af dæmisögum Jesú en hinum riddarasögunum sem ég hef lesið.

Möttuls saga fjallar um hvernig fer þegar möttull nokkur, sem gæddur þeim eiginleika að segja til um hvor konan sem hann ber hefur verið unnusta sínum trú, ratar í hendur Artús konungs. Það vill svo heppilega til að það er margt um manninn í sölum Artús og er hver og ein kona látinn máta möttulinn. Möttullinn átti aðeins þeirra mær að passa sem hafði algjörlega verið trú unnusta sínum. Sagan endaði þannig að þar var ein stúlka sem möttullinn var mátulegur. Ég sat í örugglega fimm mínútur, svo las ég söguna aftur. Ég bara var ekki að ná boðskapnum, það hlítur að ver boðskapur. Er það ekki? Þegar unnusti síðustu stúlkurnar segir:„„Þú hin sæta unnusta,” segir hann, „ef þú hefur nokkuð misgert þá kom þú aldrei nær skikkjunni því ég ann svo þér heilhugaðlega að ég vil víst eigi týna þinni ást fyrir allt veraldar gull þó að ég vissi þinn glæp.””(Möttuls saga).

Er þarna verið að segja mér eitthvað? Er boðskapurinn sá að við eigum að vera trú þeim sem við elskum, segja þeim sannleikann, til þess að við verðum ekki að opinberu atlægi. Ég held reyndar að það sé betra að halda málefnum eins og þessum innan sambands, persónulega færi ég ekki að ræða þessi mál fyrir framan alla í matarhléinu í FSS.

Síðasta spurning, eða vangavelta, sögunnar er sú hvort möttullinn sé enn einhverstaðar þarna úti að opinbera sannleikann fyrir fólki. Það þætti mér skemmtilegt að vita. Möttullinn átti að vera svo fagurlega ofinn, verk álfkonu, að ég hefði ekkert á móti því að berja hann augum. Hitt þætti mér merkilegra að vita hvort hann virkaði í raun og veru, því að maður sér ekki á hverjum degi slíkan galdragrip.


Lýsingarnar í sögunni eru nokkuð líkar öðrum riddarasögum. Líklega er það eitt af fáu sem þær eiga allar sameiginlegt, gífurlegar lýsingar eru í Möttuls sögu. Tilfinningum og hugarangri Artús er lýst og er ekkert verið að draga úr mikilfengleika hans og hirðar hans. Sagan hefst á orðunum: „Artús konungur var hinn frægasti höfðingi að hvers konar fræknleik og alls konar drengskap og kurteisi með fullkomnu huggæði og hinum vinsælasta mildleik svo að fullkomlega varð eigi frægari og vinsælli höfðingi um hans daga í heiminum”.

Þessi setning segir í raun allt sem þarf að segja. Í nútíma bókmenntum hefði rithöfundur bara sagt, „Artúr var lang bestur”, punktur og pasta! Ekkert meira. Segir allt sem segja þarf. Verð samt að viðurkenna að riddarasögu stíllinn er talsvert meira aðlaðandi en hinn nútímalegi hrái stíll sem hendir bara upplýsingunum í andlitið á þér.

Þessar ógurlegu lýsingar komu Íslendingum í opna skjöldu. Það var svo margt fallegt í riddarasögunum, hallirnar, fötin og allt var bara svo ótrúlega geðveikt svalt. Hérna heima var enn bara kalt. Við bjuggum í ógeðslegum kofum með óþef í stíl. Við gegnum í fötum í sauðalitum og við unnum og sváfum til að halda í okkur lífi. Það eina sem við áttum sameiginlegt við þessa kappa sem í sögunum voru var ástin, hatrið, gleðin, hefndin, ævintýrin og bardagarnir.

Íslensku fornsögurnar urðu fyrir talsverðum áhrifum sem helst ber að sjá í Njálu og Gísla sögu. Íslendingar reyndu líka að skrifa riddarasögur, þeir bara náðu ekki að koma tilfinninga orðunum nógu vel frá sér. Vinsælustu lýsingarorðin voru “stór” og “dökkur”. Íslendingar hafa alltaf verið tilfinninganæmar manneskjur(líklega komið frá írsku forfeðrum okkar) en einhvernvegin erum við núna fyrst að uppgötva hvernig við eigum að koma þessum tilfinningum niður á blað.

Riddarasögur eru mjög vinsælar í dag. Við sjáum þær allstaðar í kringum okkur. Í bókum, tölvuleikjum og kvikmyndum. Rómantík er orðin ríkjandi bókmenntastefna og eru íslenskir unglingar mikið farnir að skrifa um ást, hatur, galdra og lífið, sem í raun er aðal kjarni riddarasagna. Við virðumst ekki gera okkur grein fyrir hversu mikil áhrif fortíðin er að hafa á okkur.

Ef að allir gætu virkilega skilið hvað riddarasögur eru í raun búnar að gera fyrir íslenskt samfélag þá held ég að heimurinn væri bara betri staður fyrir vikið. Þessvegna ætla ég mér að opinbera þessa ritgerð í þeim tilgangi að opna augu fólks fyrir fegurðinni. Tilfinningunum, litunum, ævintýrunum, ástinni, bardögunum og göldrunum sem leynast í sögum riddara og frækinna manna á miðöldum.

Hafðu það á tilfinningunni, elskaðu riddarasögur.

Heimildir

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Una Þóra Steinþórsdóttir. 2005, 29. September. „Miðaldarbókmenntir, Riddarasögur.” Vefslóð: http://mail.fa.is/deildir/islenska/kkrist/bokmgr/riddara.html


Visindavefurinn. 2004, 12.mars. „ Eru þýddar riddarasögur sérstök bókmenntagrein?” Vefslóð:
http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=4052

Möttulssaga, bls 241-255. Silja Aðalasteinsdóttir. „Orð af orði”. 2. útgáfa, 1998. Mál og menning, Reykjavík.