Jæja, hérna kemur bókarskýrsla sem ég gerði fyrir stuttu. Bókin heitir bak við bláu augun og er eftir Þorgrím Þráinson. Gjörið svo vel.





Kamilla er nýbyrjuð í menntaskóla. Margir segja að hún sé fallegasta stelpan í bekknum. Þó er einn strákur sem sýnir henni meiri áhuga en aðrir sem heitir Nikki. Kamilla er með kolsvart hár og óvenju blá augu.
Einn daginn tekur hún eftir því að búið er að lauma ástarbréfi undir borðið hennar og getur hún með engu móti fundið út hver hafði skrifað það. Næstu daga koma fleiri bréf.
Það líður síðan að balli í skólanum sem er með þeim hætti að áður en gengið er inn á dansgólfið er dreginn miði með númeri á. Þeir sem draga sama númer eiga að dansa allt kvöldið og mega ekki skipta sér að neinum öðrum. Kamilla lenti með stráki sem var einu ári eldri en hún og var hann kallaður Keli. Þau setjast við borð og tala saman. Nikki sér að henni er skemmt. Hann notar því tækifærið á meðan Keli bregður sér í burtu og sest hjá henni. Hann byrjar að tala við Kamillu og segir síðan að hann elski hana. Hún sagði að hún myndi kannski trúa honum ef hann kæmi berfættur í skólann næsta dag.
Síðar um kvöldið skutlar Keli Kamillu heim. Kamillu var farið að lítast alveg ágætlega á Kela.
Svo í skólanum daginn eftir mætti Nikki berfættur í skólann, Kamillu til mikillar undrunar.
Vinur Nikka, Palli, var með Kela í bekk og heyrði í einum tímanum að hann væri að tala um að stela einhverri bók frá Kamillu. Hann sagði Nikka frá þessu og Nikki krafðist þess að Palli færi í tösku Kela og tæki bókina hennar Kamillu aftur. Hann gerði það og lét Nikka fá hana. Hann sá að þetta var dagbókinn hennar Kamillu. Hann ákvað að skila henni ekki strax því hann langaði svo rosalega til að lesa bókina.
Þegar hann kom heim las hann bókina. Þá komst hann að því að móðir hennar hafði dáið fyrir 6 árum. Hann komst einnig að því að Kamilla átti tvíburabróður sem hét Arnar og hafði fæðst með einhverja taugagalla og varð því að liggja í rúminu daginn út og inn. Faðir hennar var fyllibytta og nennti ekkert að sinna Arnari þannig að Kamilla varð að gera allt ein.
Kamilla varð alveg brjáluð þegar hún uppgötvaði að dagbókin hennar var horfin. Henni létti þó þegar Nikki hringdi í hana og sagðist vera með bókina en varð samt leið yfir því að hann skildi hafa lesið hennar einkamál. Hún varð alveg brjáluð út í Kela og talaði aldrei við hann aftur.
Aðfangadagur rann upp og Baldur, pabbi Kamillu, var edrú. Arnari langaði alveg svakalega til þess að fara í messu og Kamilla bað Baldur um að skutla þeim. Hann gerði það og sagðist ætla að koma á slaginu sjö til að sækja þau. Þegar klukkan sló sjö var hann ekki kominn. Þau biðu í hálftíma en hann kom ekki. Þeim var orðið mjög kalt og Arnar var byrjaður að skjálfa. Presturinn bauð þeim far og þau þáðu það.
Þegar Kamilla og Arnar voru komin heim var nánanst búið að borða nánast allan jólamatinn og pabbi þeirra lá fullur inni í stofu. Hún fór með Arnar inn í herbergi og lét hann leggjast í rúmið. Hann var mjög þreyttur. Ein af helstu óskum Arnars var að ganga upp á Esjuna þegar tunglið var fullt.
Seinna um kvöldið er dinglað dyrabjöllunni og Kamilla fer til dyra. Þar stendur maður sem lætur hana fá bréf, stílað á hana. Maðurinn segir að það hafi verið ósk sendandans að bréfið kæmist til skila á 16 ára afmælisdegi þeirra Kamillu og Arnars en þau áttu einmitt afmæli á aðfangadag. Hún opnar bréfið og sér að það er frá mömmu hennar. Þar segir mamma hennar að Kamilla sér orðin nógu og gömul til að vita sannleikann. Hún segir að það sér í bréfi sem geymt er í bankahólfi í Iðnarabankanum við Lækjargötu og mætti Baldur alls ekki sjá það bréf. Lykill fylgdi með bréfinu.
Síðar um kvöldið er dyrabjöllunni aftur hringt en í þetta skiptið er það einhver náungi í jólasveinabúningi. Þegar hann tekur ofan grímuna sér Kamilla að þetta er Nikki og býður honum inn. Hann fær að hitta Arnar og gefur honum gjöf. Þegar Arnar opnar gjöfina sér hann að þetta eru gönguskór. Hann færir Kamillu líka gjöf sem er rauð skyrta. Þau fara svo upp í herbergi Kamillu og spjalla um allt og ekkert. Kamilla segir Nikka frá bréfinu. Hún getur varla beðið eftir því að bankarnir opna svo hún geti náð í hitt bréfið sem mamma hennar skrifaði.
Síðar eftir áramót eru bankarnir opnaðir. Hún fer beinustu leið í Iðnaðarbankann með lykilinn. Hún sýnir gjaldkeranum lykilinn og segir henni nafn móður sinnar. Gjaldkerinn segir að pabbi Kamillu hafi komið skömmu áður og náð í bréfið. Kamilla varð mjög vonsvikin og reið. Hvernig komst pabbi hennar yfir bréfið sem hún fékk frá mömmu sinni? Ýmsar spurningar komu upp í huga hennar.
Þegar hún kom heim hellti hún sér yfir pabba sinn og skipaði honum að koma með bréfið. Hann neitaði og strunsaði í burtu. Kamilla leitaði um allt húsið að bréfinu án árangurs. Hún hringdi í Nikka og sagði honum frá þessu. Hann kom með þá uppástungi að hann skyldi leita að bréfinu á vinnustað Baldurs sem var fasteignasala. Hann fór því morguninn eftir á vinnustað Baldurs og gekk að skrifstofu hans. Hann beið rólegur eftir því að Baldur yfirgæfi skrifstofuna. Loks þegar færi gafst skaust hann inn á skrifstofuna. Nikki leitaði í öllum skúffum og hillum en fann ekkert sem líktist bréfi frá móður Kamillu. Hann sá að ruslafatan var full af krumpuðum blöðum svo hann greip í pokann og setti hann inn á sig. Þegar hann kom heim til sín byrjaði hann að róta í ruslapokanum. Hann gat varla stillt sig af kæti þegar hann fann bréf stílað á Kamillu. Hann hringdi strax í hana en enginn svaraði. Hann sofnaði því fram að kvöldmat.
Um sjö leitið sagði móðir hans að einhver Kamilla hafi hringt og spurt um Nikka fyrir klukkustund. Hann rauk því upp úr rúminu og hringdi í hana en enginn svaraði. Hann fór því beinustu leið á bíl móður sinnar heim til Kamillu. Hann gekk inn í húsið því það var ólæst. Hann fann enga lifandi sálu þar inni. Hann fór inn í herbergi Arnars og sá bréf liggjandi á rúminu. Þetta var bréf frá Arnari til Kamillu þar sem hann segir að hann fari brátt að enda ævina vegna veikinda sinna. Nikka dettur í hug að Kamilla hafi því farið með hann að Esjunni þar sem helsti draumur Arnars var að fá að ganga upp á Esjuna. Hann fer því beinustu leið að Esjunni og sér fótspor eftir tvo einstaklinga. Hann fetar sig upp eftir fjallinu og finnur þau systkinin á jörðinni í snjó og kulda. Arnar liggur í snjónum með lokuð augun greinilega fársjúkur. Hann lætur Kamillu fá bréfið og hún les það. Þá kemst hún að því að fyirir 16 árum hafi mamma hennar farið til Spánar og kynnst manni með fagurblá augu að nafni Tómas Michael og hann talaði reiprennandi íslensku. Hann var hálfur Íslendingur og hálfur Spánverji og var mjög ríkur. Hún þekkti hann aðeins í eina viku áður en hún fór aftur til Íslands. Seinna komst hún að því að hún var ólétt eftir Tómas. Börnin sem hún gekk með voru Kamilla og Arnar. Baldur var í rauninni ekki faðir þeirra. Hún skildi eftir símanúmer Tómasar í bréfinu og hvatti Kamillu til þess að hringja í hann. Þau fóru síðan niður af Esjunni og beinustu leið heim.
Þegar heim var komið hringdi Kamilla í Tómas, föður sinn. Hún sagði honum frá öllu sem gerst hafði og því sem stóð í bréfinu. Tómas varð alveg orðlaus enda ekki á hverjum degi sem maður eignast tvo fullorðna krakka. Hann sagðist ætla að hringja í hana seinna þegar hann væri búinn að hugsa málið. Fimm vikum seinna hringdi Tómas í Kamillu og sagði henni að hann vildi endilega fá þau Arnar í heimsókn, í viku eða svo. Hann sagði að hann og kona hans höfðu lengi reynt að eignast börn en allt kom fyrir ekki. Hann var því mjög áhugasamur um að fá þau Kamillu og Arnar til sín. Hann þekkti mjög færan taugalæknir á Spáni sem gæti læknað Arnar frá veikindunum.
Kamillu langaði til þess að öskra af gleði og gat varla beðið eftir að segja Nikka og Arnari frá þessu. Nikki varð mjög glaður við að heyra tíðindin og samgladdist Kamillu og Arnari mjög. Þau áttu að fara með áætlunarflugi til Spánar eftir tvo daga.
Hún faðmaði Nikka innilega að sér. Þetta var það besta sem komið hafði fyrir í lífi Kamillu.
asdf