Blæjan er bók eftir sænskan höfund, Inger Brattström, sem er þekktum höfnudur í Svíþjóð. Bókin var gefin út árið 1979 en ekki þýdd fyrr en 1996.
Líklega hefði mér aldrei dottið í hug að taka þessa bók á bókasafninu eða lesa hana á annað borð, nema af því að ég fékk hana í jólagjöf fyrir nokkrum árum og ég hugsa mig yfirleitt tvisvar um áður en ég skipti jólagjöfum. Þessi bók er þunn, ekki nema 100 blaðsíður og ef maður sér hana heldur maður að hún sé líklega barnabók, ef þú dæmir sjálfstæðar bækur(ekki framahaldssögur eins og t.d. Ísfólkið) að einhverju leitið eftir þykkt.
Ég hrífst af bókum sem fjalla á einhvern hátt sannsögulega um líf fólks á öðrum tímum, eða í öðrum heimsálfum. Þessi bók fjallar einmitt um 14 ára stúlku sem elst upp í Kasmír á Indlandi. Hún er í reglusamri fjölskyldu, sem að býr í húsbát og á einnig fleiri húsbáta sem þau leigja út. Stúlkunni kveið fyrir því lífi sem beið hennar. Þegar hún var aðeins fjórtán ára var búið að finna mann handa henni. Þá er það ráðið að það líf sem bíður hennar er að vera með svarta blæju alla sína ævi og vera sem þræll fyrir mann sinn, líklega það líf sem bíður flestra indverskra stúlkna.
Stúlkan hreifst alla bókina mikið að vestrænum lifnaðarháttum, þar sem að konurnar eru svo frjálsar ( að hennar leiti) og geta gert það sem þær vilja. Hana langar að mennta sig og ferðast, giftast þeim manni sem hún elskar.
Þessi bók er hrífandi þar sem að hún sýnir, að ég held, hugsunarhátt sumra indverskra stúlkna, hún er um stelpu á unglingsárunum, svipuðum aldri og ég er á núna og þess vegna er hægt að miða oft við sjálfan sig. Vonandi hef ég gert einhvern spenntan fyrir þessari bók og vonandi ekki bara talað í hringi.