Eragon / The Eldest sæl, ég ætla að fjalla um bækurnar tvær sem hinn stórgóði rithöfundur Cristopher Paolini hefur gefið út af Eragon trilogiunni. ætla að byrja á smá overview á Eragon,

Eragon, sem er 15 ára gamall, verður steinhissa þegar blár slípaður steinn birtist honum þegar hann er að veiða í hinum miklu fjöllum sem kallast Hryggur. Hann tekur steininn heim til sín á bóndabæinn þar sem hann á heima með frænda sínum Garrow og syni hans Roran. Garrow og konan hans sem er látinn höfðu alið Eragon upp frá blautu barnsbeini, ekkert er vitað um föður hans en móðir hans, Selena, var systir Garrows og hefur ekki verið séð síðan Eragon fæddist.

ég vill ekki fara dýpra inn í það hvernig bókin þróast vegna þess að ég vill alls ekki skemma reynsluna fyrir neinum. en ég verð að segja að þið sem hafið ekki lesið þessa bók eruð að missa af miklu.


fyrir þá sem hafa lesið Eragon fyrstu bókina:

seinni bókin byrjar með tilþrifum, hún lætur fyrri bókina virðast sem smábarnabók og fyrri bókin hefur ekki tærnar þar sem hin nýja hefur hælana.
skilaboð til ykkar: kaupa og lesa strax í gær!
ég er þegar búinn að lesa fyrstu tvisvar og er að byrja á seinni í annað skiptið. en eins og með fyrri bókina þá skilur þessi þig eftir með losta í augunum eftir því að lesa meira.


samantekt: að mínu áliti eru Harry Potter og Tolkien ekki í sama gæðaflokki og þessar bækur. so sorry HP/Tolkien fans, þetta eru einfaldlega betri bækur.

Einkunn: ********** / **********



vil ekkert skítkast yfir þessu og þetta er einungis mitt álit og þeirra sem ég þekki.


kveðja

Maggi!