Vísindaskáldsaga fyrir fólk sem les ekki svoleiðis
Ég mæli með nýju bókinni hans Greg Bears (Þekktur meðal okkar sci-fi nördanna fyrir Eon og fleiri sögur). Hún heitir Darwins Radio. Þarna er á ferðinni hard-core sci-fi án þess þó að verða yfirdrifin. Það er jafnvel hægt að lesa þessa bók sem venjulegan thriller. Í stuttu máli: Hvaða samband er á milli Neanderthalsmanna sem finnst í Ölpunum, fjöldagrafa í Gregoríu og skyndilegrar fjölgunnar fósturláta hjá konum? Eins og áður er hugmyndin útpæld og vel útfærð. (Ég mæli með að fólk rifji upp menntaskólalífræðina, RNA & DNA). Bókin segir frá fordómum, stökkbreytingum, hverning ný tegund verður til með einni kynslóð. (Þetta er þekkt fyrirbæri, en umdeilt). Án þess að skemma Homo Sapiens er kominn í blindgötu, og náttúran ákveður að taka í taumana og virkja vírus sem er geymdur í okkar eigin DNA og breyta okkur í nýja tegund. Svo blandast inn í þetta pólitík, smá rómans, og hvernig fólk bregst við. Ég vona að það verði framhald…