Dan Brown
Dan Brown er rithöfundur nokkra mest seldu bóka síðustu ára þ.á.m. The Da Vinci Code sem var í fyrsta sæti á lista New York Time, sem ein af mest seldu bókum allra tíma. Í byrjun ársins 2004 höfðu allar fjórar bækur Dans verið á lista New York Times yfir mest seldu bækurnar og það í sömu vikunni!

Dan var nefndur einn af “Worlds 100 Most Influential People” í TIME Magazine. Hann hefur komið fram á CNN, The Today Show, Nation Public Radio, Voice Of America, líka hefur hann birst á síðum Newsweek, Forbes, People, GQ og The New Yorker svo dæmi séu nefnd. Bækur Dans hafa verið þýddar og gefnar út á meira en 40 tungumálum!

Bækur Dan Brown:
•Digital Fortress (1997)
•Angels and Demons (2000)
•Deception Point (2001)
•The Da Vinci Code (2003)
•The Solomon Key (verður gefin út 2006)

Dan Brown fæddist árið 1964 þann 22. júni í Exeter í New Hampshire. Hann útskrifaðist úr Amherst framhaldsskólanum og Philips Exeter háskólanum, þar sem hann kenndi ensku þar til hann snéri sér alfarið að skrifum. Árið 1996, hafði áhugi hans á dulmáls-lausnum og á leyniþjónustum yfirvalda leitt hann til hans fyrstu bókar, Digital Fortress, sem fljótlega varð söluhæsta bók Englands. Í bókinni er rannsakaður munurinn á almennu einkalífi og þjóðaröryggi. Næsta bók Dans, tækni-þryllirinn Deception Point fjallaði um stjórnmál, þjóðaröryggi og nýjustu tækni.

Faðir Dans er stærðfræðiprófessor og mamma hans tónlistarmaður og því ólst hann upp í umvafinn trúarbrögðum og vísindum. Þessir hlutir gáfu honum andagift fyrir bók sína Englar og Djöflar, sem fjallar baráttu vísinda og trúarbragða í Vatíkaninu. Angels and Demons, the Da Vinci Code og the Solomon key fjalla allar um Robert Langdom, prófessur í trúarlegum listum og táknum. Í bókunum um Langdon er sögusviðið Paris, London og Washington D.C.

Konan hans Dans, Blythe, er málari og sagnfræðingur og hefur hún hjálpað Dan með bækurnar t.d. fór hún með honum á Louvre safnið í París til rannsókna fyrir Da Vinci lykilinn. Da Vinci Lykilinn hefur selt í 40 milljón eintökum um allan heim og er núna verið að kvikmynda bókina.