Sælt veri fólkið. Er ég hér að senda inn mína fyrstu grein inná ,,bækur'' áhugamálið, og vonast ég eftir góðum viðtökum. Las ég þessa bók undir munnlegt próf í áfanga í ensku í skólanum. En best að koma sér að efninu.

Efnið í ,,Go ask Alice'' er uppúr dagbók stúlku sem gengur undir nafninu Alice. Alice gengur vel í skóla, og virðist sem allt blómstri í kringum hana. Hún á ástkæra foreldra og góða vini, sem hún leikur sér með mest alla daga. En síðan eftir nokkra mánaða dagbókaskrif, þá kemur í ljós að hún er að fara að flytja í annað fylki (Bandaríkin) og þar með missir hún mest allt samband við vini sína. Eftir að hún flytur, þá fara merki um þunglyndi að koma í ljós. Eftir nokkra daga skrif um hve illa henni líður, þá fer smá sólskyn að skína inní líf hennar þar sem hún hittir stúlku að nafni Chris. Chris er gyðingur og finnst Alice spennandi að eiga ,,frábrugðinn'' vin. Ræða þær um allt milli himins og jarðar. Einn daginn hittir Alice svo gamla skólasystur sína, sem áður fyrr sýndi henni engann áhuga er hún var í sínum gamla skóla, en Alice til mikillar undrunar labbar skólasystir hennar að henni og býður henni í teiti. Þyggur Alice þar og mætti segja að það sé upphafið af örlögum hennar að hún hafi fallist á að fara í þennan gleðskap. Í þessu partý hittir hún helling af fólki sem hún kannaðist þó mest allt ekki við.

Eftir mikla feimni fellst hún þó á það að fara í leik með krökkunum og heitir sá leikur ef ég ætti að þýða hann lauslega yfir á íslensku ,,finndu hnappinn''.

Alice kunni ekki þennan leik, en sá hún þó að áfengi væri innifalið. Voru þarna 14 glös með vökva í, og tók Alice sér eitt glas í hendi. Drakk hún það, og eftir nokkra mínútna bið fór henni að líða ótrúlega vel. Henni fannst eins og hún svifi, og fór hún að sjá hlutina í allt öðrum litum, og allt varð mjög undarlegt. Eftir að hún jafnaði sig, þá spurði hún vinkonu sína hvað gerst hafði og sagði vinkona hennar henni það, að í 10 af þessum 14 glösum, hefðu verið LSD töflur (Ofskynjunartöflur). Eftir þetta var ekki aftur snúið. Hún lenti í hinum harða eiturlyfjaheim, og fór að prófa önnur sterkari efni. En hætti hún þó um stund að nota þessi efni vegna þess að hún náði að afneita sér þessari ,,sælu''.


En ,,vinir'' hennar létu hana ekki í friði, enda voru þeir flest allir fíkniefnaneytendur. Voru þeir að reyna að fá Alice til að byrja aftur og endaði það með því að það var smyglað inn í súkkulaðið hennar Alicear LSD. Varð hún brjáluð, og lenti á geðstofnun. Var hún þar í þónokkurn tíma og útskrifaðist þaðan síðan vegna góðrar hegðunar.

Eftir það segir hún í sinni síðustu dagbókarfærslu að hún vilji segja skilið við dagbækur, vegna þess að hún taldi að hún væri þroskuð uppúr því að skrifa dagbækur. Stóð svo í endanum á bókinni ef ég ætti að þýða það frá ensku yfir á íslensku: ,,Málfefni þessarar bókar dó þremur vikum eftir þessa færslu. Þegar foreldrar Alicear komu heim frá bíó, þá fundu þeir Alice látna heima hjá sér, vegna of stórs skammts af fíkniefnum. Gerði hún þetta óviljandi að taka of stórann skammt eða var þetta sjálfsmorð? Enginn veit.''

Það sem mér fannst hinsvegar athyglisvert var það að hún tók fram að dagbókin væri hennar besti vinur. En eftir að hún hætti að skrifa dagbók, þá held ég að hún hafi misst það sem henni var kærast. Fjölskylda hennar var umburðarlynd, en þrátt fyrir það var henni sýnd lítil athygli. Spilaði líka inní að afi hennar og amma létust skömmu áður en hún lést.

En mæli ég eindregið með þessari bók og er hún frábær lesning. Gef ég henni 4 stjörnur af 5.

Summi þakkar fyrir sig.