Hérna koma nokkrar af mínum uppáhaldsbókum
Ísfólkið er auðvitað mesta uppáhaldið ;D en ég get alls ekki gert upp á milli bóka þar :-O, nema 1-3 eru einstaklega góðar. Þessar bækur eru um ætt sem að er undir bannfæringu. Ýmsar litríkar persónur sem að vinna að því að létta bannfæringunni og aðrar persónur.
Galdrameistarinn hef reyndar aðeins lesið tvær fyrstu en þetta er í vinnslu. Það sem að ég hef lesið er mjög skemmtilegt og framhaldið lofar góðu :D. Ég er ekki alvge viss um hvað þetta er en ég er komin að þeim kafla í bóka röðinni að Móri og Tiril eru aðalpersónurnar.
Bítlaávarpið Mjög skemmtileg lesning og skemmtilega skrifuð bók :D. Hún er um strák sem heitir Jóhann og er dýrkar tónlist, Bítlana, The Rolling Stones og þannig hljómsveita.
Fingurkossar frá Iðunni þessi bók er svona “unglingabók” en samt óvenju góð. Þetta er svona bók sem þú getur lesið aftur og aftur! Hún fjallar um stelpu sem heitir Iðunn og byrjar að taka sig í gegn um leið er eins og augu hennar opnist og hún sér að hún er ekki sú eina sem hefur farið í gegnum leiðinlega lífsreynslu.
Harry Potter
bækurnar eru allar mjög góðar, reyndar er ég farin að missa álit mitt á þeim eftir ísfólkið. Því að í samanburði eru þetta næstum eins og barnabækur..*-) samt mjög fínar! Þið vitið öll um hvað Harry Potter er :D