Sunna  Angelica **spoiler** Ein af mínum uppáhaldspersónum í bókunum um Ísfólkið er Sunna Angelica.
Hér kemur svona smá um lífshlaup hennar. Ég vara ykkur samt við að þessi grein er mikill ‘spoiler’ og sérstaklega ætluð fyrir fólk sem hefur lesið bækurnar :) ykkur er samt öllum velkomið að lesa;)

Þetta byrjar allt á því að Silja finnur hana hjá líki móður hennar (sunnu) sem hét Sunniva.
Hún elst upp hjá Þengli og Silju en á samt erfitt með að hafa stjórn á sér, þar sem hún er bannfærð. Hér koma nokkrir punktar um hana :)

Í DAL ÍSFÓLKSINS:

*Hún bjó í dal ísfólksins, og nornin Hanna kenndi henni fullt af hlutum þar og gaf henni til dæmis, knýtið sitt.

*Eitt sinn kom hun brjáluð úr hræðslu til Silju og þá hafði hún séð skynmynd Þengils hins illa.

*Hún og fjöldskylda henna voru þau einu sem að komust lífs af úr dal ísfólksins.

Á GRÁSTEINSHÓLMA&lINDARBÆ:

*Hún tældi hestasveininn Kláus, aðeins 14 ára.

*Hún byrjaði að hjálpa Þengli við lækningar, eftir að hann hafði tekið af henni loforð um að nota galdra sína ekki til ills.

*Hún drap þá sem ógnuðu fjölskyldu hennar t.d. djáknann og Jóhann.

Eftir að hún verður sjálfráða ferðast hún mikið, og hjálpar m.a. aðalfólki að finna barn sitt, með hæfileikum sínum. Í sömu ferð heldur hún að hún hafi loksins alvöru nornir en svo fer hún á einn fund, og kemst að því að þetta eru aðeins svikahrappar.
Að lokum finnur hún samt alvöru galdramenn. Tvær eldri konur og einn gamlann mann, þau segja henni hvar hún getur fundið réttu jurtirnar fyrir Blokksbergs-ferðirnar. Áður en hún finnur þetta fólk samt, verður hún vitni af því þegar að nokkrir menn eru að nauðga lítilli stúlku. Hún kemst svo að því að móðir stúlkunnar[Metu] var hóra og nýlátin. Sunna fer með hana á Lindarbæ þar sem stelpan fær vinnu.

—–

nú hagar hún sér vel í nokkurn tíma svo við hlaupum aðeins yfir;)

Einu sinni þegar að hún er á krá, hittir hún aftur manninn úr Blokkbergs-ferðunum. Hún fer með honum í hlöðu þar sem þau sofa saman. Eftir það eru þau að tala saman og hún kemst að því að þetta er alls ekki sá sem að hún hélt að þetta væri, heldur væri þetta Hemingur Fógetadrápari! Hún tryllist og drepur hann með heygaffli!

Hún verður ólétt eftir hann og hvað sem hún reynir losnar hún ekki við barnið. Hún fer því með það til Þengils og Silju og biður þau um að sjá um barnið:) svo er hún tekin til fanga fyrir að vera norn. Þengill sendir samt Ara og Metu með mat & drykk & eitur fyrir Sunnu ef hún vilji binda endi á þetta áður en pyntingarnar hefjast, hún vill það ekki en Þengill hafði eitrað matinn. svo hún deyr í síðustu ferð sinni til Blokkbergs.

Svona endar það og allir hvet ykkur til að koma með ísfólksgreinar =D!