Þetta er ritgerð sem ég og systir mín og vinkona gerðum í heimsbókmenntum í menntaskóla.





Meistarinn og Margaríta e. Mikhaíl Búlgakov


Höfundur:

Mikhaíl Afanasievich Búlgakov fæddist 1891 í Kiev. Fjölskylda hans var stór og ástrík. Faðir hans var prófessor í guðfræði við guðfræðiskólann í Kiev.
Búlgakov byrjaði í læknisfræði í háskólanum í Kiev árið 1909, þegar náminu lauk starfaði hann sem stríðslæknir og víðsvegar um landið á héraðssjúkrahúsum á árunum 1916-1918.
1920 ákvað hann að hætta í læknisfræðinni og hóf feril sinn sem blaðamaður fyrir ýmiss blöð og stofnanir
1924-1926 skrifaði hann smásögurnar örlagaeggin og hundshjarta. Þessar smásögur innihalda beiska satíru og undirstöðuatriði vísindaskáldsögunnar, en báðar sögurnar fjalla um örlög vísindamanns og misnotkun á uppgötvunum hans.
1925 byrjaði ellefu ára samstarf Búlgakovs við listleikhús moskvu, en þar setti hann upp ótalmörg leikrit ásamt því að skrifa all mörg sjálfur. 1929 voru öll leikrit hans bönnuð vegna innihalds þeirra, en fékk svo leyfi 1930 til að hefja aftur störf eftir að hafa skrifað bréf til stjórnarinnar, þar sem hann bað um að fá að halda áfram störfum sínum, ákveðið var að leyfa honum að hefja störf á ný. Um leið og hann hóf störf sín á ný byrjaði hann að skrifa leikrit um örlög rithöfundar sem barðist fyrir hans andlega og listræna frelsi og rétti hans á að skapa, Síðar voru þessi verk hans bönnuð og var hann því atvinnulaus á nýjan leik.
Eftir að hann var gerður „útlægur“ úr skáldaheiminum byrjaði hann á árunum 1928-1940 að skrifa bókina Meistarinn og Margaríta, en hann kallaði hana ávallt „sólseturs“ skáldsöguna sína.
Búlgakov lést þann 10. mars 1940, 49 ára að aldri.

Verkið:

Meistarinn og Margaríta var skrifuð á árunum 1928-1940, en hún var ekki gefin út í fyrsta skipti fyrr en 1966 en þá kom hún aðeins í hlutum, en árið 1967 gaf dagblaðið Moskva hana alla út, en jafnvel þá voru nokkrir kaflar teknir út „til að vernda þjóðfélagið“.
Búlgakov skrifaði bókina á tímum Stalíns, í bókinni má finna mikla ádeilu á ritskoðun, en mörg verka Búlgakovs voru bönnuð sökum mikillar ritskoðunnar.
Hún var skrifuð á tímum nýrómantíkur og félagslegs raunsæis, og eru þetta tvær sögur í einni þar sem píslarsaga krists fléttast inn í nútímasögu. Sagan hefst á því að Djöfullinn kemur til Moskvu, bókin er undir miklum áhrifum frá Faust efir Goethe.
Innri tími sögunnar eru fjórir dagar og hefjast báðar sögurnar á páskadag.
Sagan fjallar um ferð djöfulsins til Moskvu, fyrstu kynni lesenda af honum er þegar hann hittir Besdomní og Berlíoz við Patríarktjarnir, þegar hann hittir þá eru þeir í miklum umræðum um trú, og stuttu eftir að djöfullinn/Woland kynnir sig hefur hann frásögn af Pontíusi Pílatusi og Jesúa þar sem hann segir frá Jesúa sem veit ekki að hann er sonur Guðs og fylgismanni hans Leví Matteus, einnig greinir hann frá því að Pontíus var ekki sáttur við að krossfesta Jesúa og sá eftir því alla sína ævi. Eftir að hann hefur sagt þeim þessa sögu álíta Besdomní og Berlíoz að hann hafi sloppið af hæli og hleypur sá síðarnefndi til að kalla á hjálp en mætir þar örlögum sínum.
Stuttu eftir þessi kynni kynnumst við förunautum Wolands, kettinum Behemot og hinum einkennilega Korovjof/Fagot, og uppátækjum þeirra.
Eitt eftirminnilegasta atriði með þeim félögum er svartagaldurs kynningin í leikhúsinu, þegar þeir rífa höfuðið af kynninum og setja hann svo aftur á.
Þessa næst kynnumst við hinum aumkunarverða Meistara og ástkonu hans Margarítu, þegar við kynnumst Meistaranum er hann á geðveikrarhæli með hinum óheppna Besdomní og segir honum sögu sína, af því hvernig hann hitti Margarítu og varð ástfangin við fyrstu sýn, hvernig tilviljun leiddi hann til að byrja skrifa söguna um Pontíus Pílatus og hvernig hann glataði öllu með því að fara með söguna til útgefanda sem neitaði henni án þess einu sinni að lesa hana. Það var ábyggilega Djöfullinn sem lét Meistarann skrifa þessa sögu og hagræddi hlutunum þannig að Meistarinn vann næga peninga til þess að geta skrifa› skáldsöguna sem eyðilagði líf hans. Það er djöfullin sem kemur hlutunum í gang í Meistaranum og Margarítu.
Eins og fram kom fyrr í þessari frásögn sagði Woland einnig frá Pontíusi og eru þessar tvær sögur tengdar saman og fær maður jafna frásögn úr þeim báðum.
Þegar frásögnin um Pontíus heldur áfram tekur maður eftir hve mikið hann sér eftir því að hafa gert Jesúa þetta þar sem hann haf›i þráð að rökræða við hann um lífið og tilveruna, hann finnur einnig í kjölfar þess hve einmana hann er og að eini vinur hans er gríðarstór hundur hans. Pontíus dreymir drauma um að hann og Jesúa ganga saman og rökræða, stuttu eftir þennan draum lætur Pontíus myrða Júdas fyrir svik hans.
Margaríta þjáist af söknuði til ástar sinnar og er tilbúin að gera hvað sem er til að fá hann aftur, og er hún situr bekk í almenningsgarði og segir upphátt að hún myndi selja sál sína til að fá hann aftur kemur til hennar frekar skrítinn maður og byrjar að tala við hana fyrir hönd Wolands og býður henni það sem hún þráir en í stað þess þarf hún að þjóna Woland eina nótt, og tekur hún þessu tilboði.
Eftir erfiða nótt fær hún drauma sína uppfyllta. Stuttu eftir þetta fara Korovjof og Behemot út og valda usla í Moskvu á sinn einstaka hátt, á meðan þessu stendur er Woland ofan á þaki háhýsis og horfir yfir borgina, þegar hann stendur þarna birtist Leví Matteus og biður Woland að frelsa Meistarann fyrir Jesúa. Woland gerir það og þegar þau hafa yfirgefið þennan heim frelsar Meistarinn Pontíus undan kvöl sinni.


Persónusköpun:
Persónusköpun sögunnar miðar við að sá sem les hana hafi lesið mikið áður eins og t.d. Faust eða kann píslarsöguna mjög vel, sérstaklega þegar atriðin um Pontíus eru lesin en þá er auðvitað vísað í biblíuna sérstaklega væri erfitt að skilja mikilvægi kalífana.
Faust líkingin felst í því að Margaríta hafi selt sálu sína til að fá meistarann en þetta er fengið beint úr sögunni um Faust og er sagan byggð upp að miklu leyti á því.
Búlgakov skapar persónurnar fyrir lesendurnar og því þarf maður ekki að nota ímyndunaraflið eins mikið og í öðrum sögum, einu persónurnar sem maður þarf að ímynda sér að einhverju leyti eru Woland, Behemot, Korovjof og Azazello.

Fantasía ( furðusaga ):
Svo eru stundum nefndar sögur frá 19. og 20.öld þar sem veruleikinn er brotinn upp og búinn er til nýr heimur, sem lýtur eigin lögmálum og sem byggður er „ óraunverulegum “ persónum. Í fantasíum getur allt gerst, sprengdur er rammi tíma og rúms, yfirnáttúruleg öfl leika lausum hala og hi› fjarstæðukennda verður hversdagslegt.
Fantasíur birta oft leit að sönnum heimi handan efnisheimsins, vonbrigði með félagslegar og tæknilegar framfarir – afturhvarfshyggju -, eða þær eru könnun á dulvitund mannsins og draumsýnum; einatt takast á góð öfl og ill að hætti ævintýra. Fantasíur eru skyldar – hrollvekjum, sem útmála hin illi öfl, - ævintýrum (3).
Verkið er undir miklum áhrifum fantasíu og er hægt að finna mörg dæmi um það í gegnum alla söguna, t.d. svartagaldurs sýning Wolands og félaga og þá einna helst þegar Behemot rífur hausinn af kynninum og setur hann síðan aftur á sinn stað eins og ekkert hafi gerst og að þetta hafi verið eðlilegur viðburður. Á þessari sýningu göldruðu þeir líka upp úr þurru, peninga og föt sem allt hvarf seinna um kvöldið. Þeir gerðu óspart grín að heldra fólki Moskvu sem taldi sig vera betra en annað fólk en var svo ekkert skárra.
Annað gott dæmi um fantasíu er umbreyting Margarítu þegar hún ber á sig smyrslið og verður að norn og svo bein afleiðing þess, nornaflugið, þar sem hún flýgur ósýnileg um borgina á kústskafti og hittir þjónustustúlkuna sýna sem er einnig orðin norn og flýgur um á „mennsku“ svín, að lokum fer hún að íbúð gagnrýnandans,sem neitaði bók Meistarans,og leggur hana í rúst.
Árshátíð Wolands er annað mjög gott dæmi um fantasíu, en þar er blandað saman tveimur heimum, hinum lifandi og hinum dauða. Borgun Margarítu felst í því að vera gestgjafinn á ballinu og taka á móti öllum glöð og brosandi og mismuna engum og ef henni tekst það fær hún ósk sína uppfyllta.




Satíra (háðsádeila):
Ádeiluskáldsskapur sem beinist gegn einstaklingum, ákveðnum manngerðum, þjófélagslegum, trúarlegum eða bókmenntalegum fyrirbærum. Markmið satíru er að afhjúpa heimsku og hégómleika og fletta ofan af spillingu og mannvonsku me því að draga dár að þeim og hafa þau að háði eða spotti. Ádeilan getur verið misjafnlega bein og sveiflast milli meinlítillar skopmyndar og beiskustu árásar. Í satíru er beitt margvíslegum aðferðum: fyndni, spéskap, Íróníu, kaldhæðni og spotti, en skemmtun er ekki markmið í sjálfri sér, heldur verður hún á kostnað þess sem á er ráðist. Satíru hefur verið beitt í öllum bókmenntagreinum, í bundnu máli og óbundnu, í skáldsögum og leikritu ; hún getur komið fram í einstökum þáttum verka sem ekki eru satíra í heild sinni.
Stíll bókarinnar er hrein satíra og sést það best með hvernig hann hæðir hinar „heldri“ stéttir samfélagsins, og eru gildi þessarar stéttar eyðilögð, þegar þeir kumpánar Korovjof og Behemot leggja höfuðstöðvar Massolit í rúst.
ádeila bókarinnar snýst einna helst um það að Massolit er líkt við hinar heldri stéttir samfélagsins (það er að segja samfélagið sem Búlgakov bjó við) þar sem stéttarskipting ríkti í Massolit og aðeins þeir sem voru rithöfundar fengu að koma inn í félagið, og er hann að segja með þessari líkingu við sitt samfélagið að aðeins þeir ríku komast áfram og hinir fátæku eigi að halda sig innan við sína múra og ekki angra þá „mikilvægari “ í samfélaginu. þegar ráðist er á Massolit eru Korovjof og Behemot raunverulega að ráðast gegn samfélaginu, og með því ná þeir að uppræta það sem er raunverulega hið illa, og þar með staðfestist að Djöfullinn og félagar hans eru ekki það illa heldur stéttarskiptingin sem sést hjá Massolit.

Ritskoðun:
Opinber ritskoðun er sú skipan að birting prentmáls og mynda er háð eftirliti og samþykki kirkjulegra og/eða pólítíska yfirvalda. Slík ritskoðun getur stuðst við lög sem banna birtingu á ákveðnu efni (t.d. villukenningum eða ósiðlegum ritum), en hefur jafnframt verið beitt gegn skoðunum og kenningum sem valdhafar töldu óæskilegar eða í andstöðu við hagsmuni sína. Kirkjuleg ritskoðun var tekin upp í kaþólsku kirkjunni skömmu eftir upphaf prentlistar,og 1559 var komið upp skrá um ritverk sem kaþólskum mönnum var bannað að lesa (index librorum prohibitorum ). Sú skrá hefur sífellt verið aukin; lagagildi hennar var afnumin 1966, en áfram gildir hún sem siðaregla. Í löndum mótmælenda var og haldið uppi ritskoðun á kirkjulegum ritum, en misjafnlega lengi. Á Íslandi var það sjálfgert meðan prentsmiðjan var undir stjórn biskupa og stiftsyfirvalda. Pólitísk ritskoðun varð og til snemma á prentöld, og var víðast ekki farið að losa um hana fyrr en á 19. öld, og hún viðgengst raunar enn, beint og óbeint, í mörgum löndum (- prentfrelsi). Á Íslandi var ritskoðun bönnuð í stjórnarskránni 1874 og hefur verið það síðan.
Helsta dæmi ritskoðunar er í kringum píslarsögu Jesúa, þar sem hann heldur því fram að Pontíus sé ekki hinn illi landstjóri eins og stendur í biblíunni, heldur er hann einmana og mennskur, og er Búlgakov að halda því fram að biblían sé ritskoðuð að því leyti að þar sem Pontíus felldi dóminn og er því þáttaka hans og líf hans gert að einhverju illu og merkingarlausu, og með því að skapa Pontíus sem þennan aumkunarverða mann sem sér eftir ?essu er Búlgakov að ögra samfélaginu og í kjölfarið var bókin bönnuð sökum sömu ritskoðunar sem hann var að mótmæla.
Ritskoðunin felst einna helst í því að Leví Matteus umritaði allt sem Jesúa sagði, en orð hans voru sett þannig í biblíuna og var Pontíus gerður að hinum illa og hans hlið málsins kom aldrei fram, en Búlgakov skrifar um Pontíus sem hinn misskilda og að hann hafi aðeins framkvæmt það sem honum var sagt að gera, og að lokum varð samviska hans svo sterk að hann þurfti að bíða í 2000 ár eftir friðþægingu.

Þema:
Í þeim sögum sem fjalla um Djöfullinn er hann í flestum tilfellum vondur og alltaf er eitthvað afl hins góða á móti en í Meistaranum og Margarítu er Djöfullinn hið góða og þjóðfélagið með sinni stéttarskiptingu er hið illa og er Djöfullinn að reyna að uppræta það og koma inn góðvilja á sinn einstaka hátt.
Píslarsagan er einnig stórt þema sögunnar en ekki píslarsagan eins og við þekkjum úr biblíunni heldur er það píslarsaga Pontíusar Pílatusar, við fáum að kynnast Pontíusi sem manneskju með tilfinningar en ekki harðstjórann sem við kynnumst úr biblíunni.
Pontíus er einnig ein aðalpersóna sögunnar og er fjallað meira um hann en Jesúa. Píslarsagan er eiginlega tvíþætt þar sem Meistarinn er einnig að skrifa um hana undir greinilegum áhrifum frá Woland jafnvel þó hann geri sér ekki grein fyrir því.
Ástarsaga er einnig mjög greinileg í bókinni og er yfirgnæfandi þema út alla söguna, það fyndna við það er að Djöfullinn hjálpar þeim í að ná saman aftur eftir að samfélagið sleit þau í sundur og er þetta annað gott dæmi um að Djöfullinn er að reyna að uppræta það illa.
það er ekki oft sem maður sér að Djöfullinn er að hjálpa hinum óheppnu elskendum, heldur hefði maður frekar ímyndað sér að hann væri sá sem myndi stía þeim í sundur. En í Meistaranum og Margarítu er það samfélagið sem stíar elskendunum í sundur og dæmir meistarann í þunglyndi og örvæntingu með ritskoðun sinni.
Til þess að hið góða geti þrifist þarf hið illa einnig að vera til. Jesúa þarf Djöfulinn til þess að geta þrifist sjálfur, en í Meistaranum og Margarítu er samfélagið það illt og spillt að Djöfullinn verður góður, þó að hann sé það kannski ekki en hann lítur bara út fyrir að vera það.
Ástæðan fyrir því að Jesúa biður Djöfulinn að frelsa Pontíus er kannski sú að það var Djöfullinn sem fékk Pontíus til að deyða Jesúa og því þurfi Djöfullinn að frelsa hann, eða að Djöfullinn hafi reynt að fá Pontíus til þess að frelsa Jesúa og þar sem honum mistókst að þá þurfi Djöfullinn að fyrirgefa honum. þá eru Djöfullinn og Jesúa tengdir og það er ekkert sem heitir gott og illt.
Massolit, rithöfundafélagið, er skotspónn árásar Djöfulsins og það lítur út fyrir að markmið Djöfulsins sé að rústa Massolit, þar með samfélaginu.







Heimildir:
Bulgakov, Mikhail. (1993). Meistarinn og Margaríta. (Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi). Reykjavík. Uglan íslenski kiljuklúbburinn. (upphaflega gefin út 1966)
Hugtök og heiti í bókmenntafræði. (1983). Reykjavík. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Mál og Menning. (Jakob Benediktsson ritstjóri)
www.kirjasto.sci.fi/bulgakov.htm
cr.middlebury.edu/public/russian/bulgakov/public_html/index.htm
Að vera eða ekki vera?…. Er það virkilega spurningin?