Núna á sunnudaginn leið var grein í morgunblaðinu. Hún fjallaði um einn alvarlegasta heilbrigðisvanda heimsins. Sjálfsmorð. Auðvitað var vísað í eina eða 2 bækur í greininni. Ein af bókonum sem var vísað í heitir einmitt Night Falls Fast. mig langaði að vekja athygli ykkar á þessari bók og um leið að athuga viðbrögð fólks við þessu forboðna umræðuefni sem sjálfsmorð er.
Night Falls Fast er bók þar sem höfundurinn fer yfir helstu orsakir sjálfsmorða og útskýrir þær eftir fremsta megni. Hún nýtir til þess niðurstöður mýmargra rannsókna, persónulega reynslu fólks, sýna eigin reynslu og ýmislegt fleira. Allt þetta gerir þessa bók hennar að frábærri fræðibók um sjálfsmorð sem er skyldulesning fyrir alla þá sem vilja kynna sér hugarheim þess sem framið hefur sjálfsmorð eða hefur reynt það.