Leiðin til frelsis, sjálfsævisaga Nelsons Mandela hafði verið í vinnslu í ein nítján ár þegar hún loksins kom út árið 1994. Það var svo Fjölvaútgáfan sem gaf hana út hér á landi árið 1996.
Bók þessi er eins og áður sagði sjálfsævisaga Nelsons og hefst því sagan með frásögnum úr æsku hans, en hann er fæddur þann átjánda júlí árið 1918. Hratt er farið yfir sögu á þessum fyrstu árum Nelsons og ekki leið á löngu þar til hann var hann kominn út í hinn grimma heim stjórnmálanna og er það barátta hans í þeim efnum sem er megin innihald bókarinnar.
Baráttumál Nelsons, eru eins og kunnugt er jafnrétti kynþátta í S-Afríku og auðvitað í heiminum öllum.
Nelson var ekki lengi að finna að í baráttunni til frelsis átti hann heima og var hann fljótur að klífa upp metorðastigann hjá afríska þjóðarráðinu, ANC. Allar þær stundir sem hann átti lausar fóru í ANC og fjölskyldan sá hann sama sem ekkert, hann kom heim þegar þau voru farin að sofa og fór út áður en þau vöknuðu á morgnana. Winnie seinni kona Nelsons stóð þó alltaf við bakið á honum og var sjálf farin að taka þátt í stjórnmálaheiminum af fullum kappi.
Það var alls ekki af ástæðulausu að ANC tók mikinn tíma frá Nelson, það var margt og mikið sem þurfti að bæta í heimi svartra Afríkubúa og var eitt aðal viðfangsefnið kynþáttaaðskilnaðarstefnan. Þessi hræðilega stefna gekk í rauninni út á það eitt að svörtum liði sem verst og hvítum sem best. Hún var svo algjör að fjölskyldum svartra var skipt milli hverfa, skipt var eftir útliti, húðlit, varastærð og blönduð hjónabönd voru stranglega bönnuð. Einnig voru td. sér strætisvagnar fyrir hvíta og aðrir fyrir svarta og ýmsilegt fleira í þeim dúr. Svartir þurftu einnig að bera vegabréf á sér hvert sem þeir fóru, en brot á þeim reglum gat varðað við fangelsisvist!
ANC hélt ýmis mótmæli og sem dæmi má nefna óhlýðniaðgerðina, en hún fólst í því að láta sem flesta brjóta lögin, en þó allt skipulagt. Ákveðnir hópar áttu að mæta á skipulagða staði og brjóta ómerkileg lög eins og að vera án vegabréfs eða fara inn á svæði, eingöngu ætluð hvítum. Þessi aðgerð stóð í sex mánuði og vakti mikla athygli.
25. og 26. júní 1955 hélt ANC þjóðfund í Kliptown. Undirbúningsvinna hafði verið mikil fyrir þennan fund, bréf og dreifirit send, á fundinn mættu svo um 3000 manns og þar var samþykkt frelsisskrá ANC.
Í byrjun desember 1956 voru Nelson og 156 félagar hans úr ANC ákærðir fyrir landráð og hófust þá þrettán mánaða vitnaleiðslur sem leiddu til þess að Nelson og 91. af félögum hans var stefnt til yfirrétts. Sex mánuðum eftir vitnaleiðslurnar hófust réttarhöldin og stóðu þau í fjögur ár, allir sakborningar voru sýknaðir af ákærum.
Næstu sautján mánuðum eyddi Nelson í felum og undirbjó vopnaða baráttu, hann fór landanna á milli í leit að stuðning, flestir tóku vel í beiðnir hans. Þessar ferðir hans voru allar á vegum nýrra samtaka sem kölluðu sig MK, en þau ætluðu að sýna vilja sinn í verki með skemmdarverkum og jafnvel skæruhernaði.
Þegar Nelson snéri aftur til S-Afríku var hann handtekinn og dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að fara úr landi án vegabréfs og í tveggja ára fangelsi fyrir að etja til vinnustöðvunar.
Eftir að hafa afplánað níu mánuði í fangelsinu var Nelson ásamt MK félögum sínum ákærður fyrir skemmdarverk og samráð. Viðbúnaður við réttarhöldin var gríðarlegur og vöktu þau mikla athygli innanlands og utan, Nelson ákvað að játa sekt sína og flytja yfirlýsingu í stað þess að bera vitni, hann talaði í rúmlega fjórar klukkustundir. Allir sakborningar voru dæmdir í lífstíðar fangelsi.
Þeir voru fluttir í fangelsið á Robbeneyju og þar var Nelson næstu átján árin, aðbúnaðurinn í fangelsinu var afar slæmur og þá sérstaklega fyrir svarta menn, mismununin átti sér stað alls staðar! Á Robbeneyju hóf Nelson skrif á handriti þessarar bókar.
Í fangelsinu í Pollsmoor höfðu Nelson og félagar næst viðkomu, en þar var aðstaða mun betri og meira frjálsræði. Nelson var þó fljótlega aðskilinn frá félögum sínum og þá fóru hjólin að snúast. Hann fékk að funda með ýmsum ráðamönnum, t.d. Botha sem var forseti S-Afríku og síðan De Klerk sem tók við af Botha.
Nelson var síðan fluttur um fangelsi á ný, en þetta fangelsi var mjög frábrugðið hinum. Þar bjó Nelson í lúxusvillu með einkakokk og mátti taka á móti gestum af vild.
Viðræður Nelsons og forsetans héldu áfram en gengu mjög hægt fyrir sig. Félögum Nelsons var sleppt úr fangelsinu árið 1989 og í framhaldi af þvi var aðskilnaðarstefnan afnumin með öllu.
Það var svo 10. febrúar 1990 að Nelson Mandela var látin laus eftir 27 ára fangelsisvist. Honum var mikið fagnað um allan heim og hann var alveg gáttaður á því hversu þekktur hann var.
Nelson hélt baráttunni ótrauður áfram um leið og honum var sleppt, hann flaug heimshorna á milli til að funda með ráðamönnum og um leið og hann kom aftur til S-Afríku tóku viðræður með forsetanum og fleiri viðkomandi aðilum, þessar viðræður voru kallaðar Codesa. Nelson var kosinn forseti ANC og langar viðræður Codesa voru loksins samþykkt að lýðræðislegar kosningar yrðu haldnar þann 27. apríl 1994.
ANC sigraði þessar kosningar með 62,6 % atkvæða og Nelson Mandela tók við embætti forseta S-Afríku í 10. maí 1994 eftir rúmlega 50 ár í baráttunni.
Þessi bók er að mínu mati afar góð og það var mjög fræðandi að lesa um þessa erfiðu baráttu Nelsons Mandela. Ég vissi svo sem alltaf að hann væri frelsishetja svartra en ég vissi þó í rauninni aldrei nákvæmlega afhverju, sem mér þykir mjög skammarlegt að viðurkenna eftir að hafa lesið bókina hans.
Ég mæli hiklaust með þessari bók fyrir hvern sem er, en viðkomandi verður þó að geta gefið sér tíma til að lesa hana almennilega, það er ekki hægt að flýta sér í gegnum hana.
Imagination is more important than knowledge. (A.Einstein)