Dón Kíkóti eftir Miguel de Cervantes er án efa eitt merkasta bókmenntaverk 17. aldar.
Hún kom út í tveimur hlutum 1605 og 1615 og með þessari bók, þá er sagt að skáldsagan nái sem bókmenntategund fullum þroska. Þessi bók er sögð líka hafa fyrsta alvöru ,,sidekick“, þar að segja hann Sancho Panza sem þjónar geðbilaðan herra sinn Dón Kíkóti. Í stuttu máli þá er Dón Kíkóti venjulegur maður sem ”les yfir sig" um riddarasögur og slíkt. Eftir það reynir að hann að lifa eins og sannur riddari sem berst gegn óréttlæti og að sjálfsögðu er ástfanginn. Dón Kíkóti og Pancho Sanza lenda í allskonar hremmingum m.a vill Dón Kíkóti frá Mancha ekki borga gistingu; því hann er jú riddari. Í eitt af frægari atriðum í sögunni þá berst hann við vindmyllur útaf því hann heldur þær séu risar. Þessi bók er frábær og mjög fyndin. Bókin er líka sögð á skemmtilegan hátt. Í byrjun seinni hlutans er persóna látin inn í bókina til þess að lagfæra villur úr fyrri bókinni. Þessi bók er
algjör farsi á köflum, en samt er frekar leiðinlegt að sjá hvað rithöfundurinn var neikvæður í garð Múra og Tyrkja. Það er kannski skiljanlegt á þessum tímum, auk þess var hann hnepptur í þrældóm af Algerum áður en hann skrifaði þessa bók.
Þessi bók er frekar stór, en hún er skipt niður í litla bækur á íslensku. Guðbergur Bergsson þýddi Dón Kíkóti yfir á íslensku.
Ég mæli með þessari… Ég nenni ekki að fjalla meira um hana.. Hún er alltaf löng til þess, en vildi bara kynna hana.
Through me is the way to the sorrowful city.