Through me is the way to the sorrowful city.
Indriði G Þorsteinsson
Indriði G Þorsteinsson lést í fyrra. Hann fæddist 1924 í Skagafirði. Fyrstu verk hans var Sæluvika 1951 og 79 af stöðinni sem kom út 1955. Ég las 79 af stöðinni fyrir nokkrum mánuðum, hún er bæði auðlesin og reyndist vera fín bók. Hún fjallar um svipað efni líkt og Land og synir. Í þessum bókum er fjallað um þegar bændasamfélagið fer að víkja fyrir borgarsamfélaginu. Ég hef ekki enn lesið Land og synir, en ætla mér að gera það. Ég mæli þó með 79 af stöðinni og ef þið virkilega nennið þá er myndin til!