Þangað fer ég sko oft, a.m.k. tvisvar í viku, og ég fór líka
nokkrum sinnum þegar það var í Esjuberginu (geðveikt flott
hús!).

Grófin hefur bæði góðar og slæmar hliðar. Loksins fékk
bókasafnið almennilegt pláss fyrir allan bækurnar sínar.
Esjubergið var allt allt of lítið, þótt það væri nú ansi
heimilislegt og kósí. Þetta nýja bókasafn er þó frekar
sundurslitið því bækurnar eru geymdar á 1., 2. og 5. hæð.

Í Grófinni er hægt að komast á netið. Hægt er að fá hálftíma á
dag ókeypis ef maður er með bókasafnskort, annars kostar
200 kall. Svo komst ég nýlega að því að á 5. hæð er líka
tölvuver og þar er hægt að fá klukkutíma ókeypis fyrir korthafa!
Audda fer maður þá þangað, þar er líka oftast rólegra og meiri
líkur á að fá tölvu….
Á fimmtu hæðinni er líka hægt að leigja spólur eða
geisladiska. Diskarnir eru á 50 kall stykkið fyrir tvær vikur og
mig minnir að spólurnar séu á 150 í tvo daga.

Helsti gallinn við þetta bókasafn er þó að bókunum virðist vera
mjög asnalega raðað. T.d. hef ég fundið Stephen King bækur
á víð og dreif um hillurnar. Nokkrar eru á sínum eðlilega stað
(í hillunum með bækur á ensku undir Kin), nokkrar hjá
unglingabókunum (sem eru í horni alveg hinumegin á
hæðinni) og enn aðrar í hillunni fyrir sakamálasögur! Sama
mál er með m.a. Mikael Torfason, Terry Pratchett og Auði
Haralds. Þetta getur gert manni mjög erfitt fyrir að finna þá
bók sem mann vantar.

En lítum þó á björtu hliðarnar. Ég er einna ánægðust með
teiknimyndasögusafnið sem er komið. Ég held að það sé
allra vinsælast hjá yngra fólkinu (og auðvitað líka hjá mörgum
eldri). Þar er hellingur af myndasögum, allt frá Batman til
Lukkuláka, frá Mad tímaritunum til Andrésar Andar. æði.
Svo er hægt að fá sér kaffi (var ókeypis, kostar núna 50 kall!)
og kíkja í blöðin, líka þau útlendu ekki bara moggann.

En semsagt, allir sem hafa ekki farið á þetta bókasafn og búa
nálægt ættu að drífa sig og fá sér bókasafnskort. Það
margborgar sig ef maður er bókaormur.
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil