nú er komið að Framhaldi af framhaldinu.. & jafnframt endanum !
Stutt&Laggott
Nú Hoppar Margit Sandemo yfir Vendil og til Christiönu móður hans á Skáni.
Corfitz Beck sem er mjög leiður yfir framkomu sinni við Vendil, kemst loksins heim úr Tobolsk með Maríu sinni og ætlaði hann að segja Christiönu að Vendill sé líklega látinn.
Þegar hann kemur svo þangað er Vendill þar á lífi. Corfitz og María biðja hann afsökunar og hann tekur því. Þá segir Vendill honum frá því þegar að hann var tekinn á leið sinni heim frá Júrakajunum.
Bartskerinn í búðunum gafst upp á að reyna að laga fótana á honum og kolbrandur komst í þá,, hægt og hægt þurfti hann því að skera af sér fótana alveg upp að ökkla!
Vendill er með fjöruga hjáleigubóndastúlku sem þjónustustúlku hjá sér sem heitir Anna Gréta.
Hún er sú eina sem getur rifið hann upp úr þunglyndinu, þegar hann fer að hugsa um barnið sitt hjá Júrakajunum og fótaleysið.
Vendill verður ástfanginn af Önnu Grétu og komst að því að sú tilfinning var endurgoldin. Þau giftast og eignast lítinn son sem skírður er Örjan eftir afa Vendils. Stuttu seinna fær Vendill bréf frá Dominic sem segir m.a. að ‘vandamál’ Vendils muni leysast.. sem sagt hann fái að sjá barnið sitt!
Endit =D og vonandi hafið þið notið lestursins um bókina Austanvindar!.. vona að þetta verði líka hvatning til fólks að lesa Ísfólkið & að skrifa um það ! Góða nótt..