Ég verð að segja að hann er einn af betri fantasíusería höfundur af þeim sem ég hef lesið! Bækurnar hans eru um þetta vanalega, strák sem kemst að því að hann getur galdrað og þarf að bjarga heiminum ásamt hjálp snilldarlegs fólks en það er gert svo vel!!!
Ég keypti mér fyrstu seríuna (ekki trilogía heldur fimm bækur) og kláraði þær á tæpri viku, eina á dag!! Skólinn fékk reyndar að kenna á því…
aðalfítusinn við þessar bækur finnst mér er hvað þær eru léttlesnar án þess að það komi niður á gæðum bókanna. Persónurnar eru snilld, persónusköpunin jafngóð og ég bara GET ekki gert upp á milli karakteranna!! Þeir eru allir snilld. Og þær geta verið alveg drepfyndnar á stundum. Allavega hlæ ég að þeim… það segir samt kannski meira um mig en bækurnar en allavega…
ég mæli með þessum!! Fyrsta serían heitir Belgariad, næsta The Malloreon og er framhald af fyrstu, svo eru til tvær stakar bækur og eitthvað fleira.
~*~*~
Larandaria
Daddy, don't ever die on a friday! It can seriously damage your health!