Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort það sé auðveldlega hrist fram úr erminni að skrifa góða ævintýrabók. Með tímanum hefur svarið orðið JÁ. Ef þið viljið mótmæla þessu netverjar,þá gerið það,því það er einmitt tilgangurinn með þessu öllu saman.
Tökum dæmi J.K. Rowling(er það ekki skrifað svona?!) sem skrifar Harry Potter við miklar vinsældir allra. Þessi þriggja barna húsmóðir byrjaði alltíeinu að skrifa uppúr sér um einhvern strák að nafni Harry Potter og útkoman varð þessi gríðarlega vinsæla Harry Potter sería. Ég velti því fyrir mér hvort hún sé bara með svona fjörugt ímyndunarafl sem hefur alltíeinu sprottið fram eða hvort hún sé bara svona góður rithöfundur,því ég skil ekki hvernig óvenju miklir hæfileikar manns(eða konu)getur uppgötvast þegar maður er 39,ég held að hún sé ca. það. Sögðu kennararnir hennar í grunnskóla og framhaldsskóla ekkert þegar þeir lásu yfir ritgerðirnar hennar og sögur? Og þögðu foreldrar hennar yfir þessu öllu saman,því að foreldrar uppgörva betur en allir aðrir hæfileika barnsins síns.
Og þið,hugamenn virðist hafa fjörugt ímyndunarafl og góðan ritstíl og orðaforða og ég efast ekki um að þið getið skrifað frábæra ævintýrabók ef þið hafið efnið í hana,því að inn á þessari síðu leynast margir góðir pennar,eins og mAlkAv og der, að ónenfdum tannbursta sem hefur verið að gera góða hlut inni á heimspekinni og hefur sýnt það að 14 ára strákar geta staðið fullorðnum að baki í ýmsu.
Ég held að hæfileikinn til að skrifa góða bók sé ekkert svakalega mikill,maður þarf bara að geta raðað orðumun saman
1 í sambandi við það sem ég sagði áðan um góða íslensku hjá hugamönnum,hvar eru þá allir þeir unglingar sem að geta ekki talað og segja hérna og þúst(þýðing: þúveist) og sest(semsagt) í öðruhverju orði og sletta ensku eins og fjandinn sjálfur? Það virðast allir hérna tala prýðilega íslensku.
Allt sem er samsett er hverfult