Mjög lítið er vitað um líf hans og er kannski mestur hluti af því bara ágiskanir og sögur, en hér eru nokkrar staðreyndir sem gefa örlítið ljós á líf hans. En fá mann einnig til að hugsa, en það er nú bara hollt.
Shakespeare fæddist í kringum 23. apríl 1564.
Þótt að raunverulega sé ekki nákvæmlega vitað hvaða dag það var, er haldið upp á það 23. apríl. En það þykir líkleg tala miðað við skírnardag hans.
Shakespear fæddist líklega í Stradford, á Henley Street. Það hús stendur enn og er mikið heimsótt af ferðamönnum.
Þann 27. nóvember, 1582, var skráð hjónaband William’s og Anne Whateley.
Ekkert er vitað um hana.
6 mánuðum seinna var skráð fæðing Susönnu, fyrstu dóttur Williams.
William Shakespeare lést þann 23 apríl 1616, ekkert er vitað um orsök dauða hans.
Hann var jarðaður í kirkju heilagar þrenningar í Stradford, þann 25. apríl 1616.
Erfðaskrá Williams:
William eftirlét næstum öllum eignum sínum Súsönnu, dóttur hans. Judith dóttir hans fékk 300 pund og silfur skál.
Shakespear eftirlét dóttur dóttur sinni, Elizabeth Hall og systur sinni Joan og sonum hennar einhverjum peningum. Einnig gaf hann 10 pund til hinna fátæku í Stradford.
John Shakespear:
John Shakespear, faðir William, var hanskagerðarmaður. Frá um það bil 1577, þegar William var 13 ára, varð John fyrir miklum peningavandræðum, og fór að taka þátt í pólitík. Staða hans batnaði þó allt til ársins 1601, þegar hann dó.
Mary Shakespeare:
Lítið er vitað um móður William. Áður en hún giftist John, var hún Mary Arden. Hún var jarðsett þann 9. september 1608.
Systkini Williams:
Joan, fædd 1558, dó 1569
Margaret, fædd 1562, dó 1563
Gilbert, fæddur 1566, dó 1612
Joan, fædd 1569, dó 1646
Anne, fædd 1571, dó 1579
Richard, fæddur 1574, dó 1613
Edmund, fæddur 1580, dó 1607
Just ask yourself: WWCD!