Þessi grein er um Darren Shan eða Darren O'Shaughnessy eins og hann heitir víst.
Hann hefur aðallega skrifað bækur fyrir börn/unglinga en einnig tvær fullorðinsbækur. 'Ayuamarca'(Febrúar 1999) sem var fyrsta bókin sem hann gaf út og ‘Hell’s Horizon'(Febrúar 2000) sem var framhald af Ayuamarca.
Fyrsta barnabókin hans kom út í Janúar 2000 og bar hún nafnið ‘Cirque Du Freak’. ‘Cirque Du Freak’ er um vampírur, þó ekki eins og við þekkjum þær úr bíómyndunum. Eftir ‘Cirque Du Freak’ kom svo ‘The Vampire’s assistant', Framhald af 'Cirque Du Freak'. Þessar bækur urðu gríðarlega vinsælar og þegar bók tvö kom út var Darren strax farinn að vinna að níundu bókinni. Nú eru 12 bækur komnar og seríunni lokið.Serían er kölluð ‘The saga of Darren Shan’ Þar sem aðalsöguhetjan er nafni höfundarins sem hefur sinn tilgang eins og sést í síðustu bókinni.
Hann er nú búinn að búa til aðra seríu sem hann kallar ‘Demonata’ aðeins fyrsta bókin ‘Lord Loss’ er komin út, en alls verða þær tíu og munu gerast á þremur mismunandi tímabilum og verða aðalsöguhetjurnar þrjár. Hann hefur þegar skrifað allar bækurnar en þær verða ekki gefnar út nem um það bil tvær á ári.
Hann hefur sett upp heimasíðu sem auðvelt er að skoða og margt áhugavert er á henni. Til dæmis er hægt að lesa smásögur um sama efni og bækurnar eru.
Enn hefur engin bóka hans verið þýddar á Íslensku en ég vona að Það verði gert á næstunni til að fleiri munu geta kynnst bókunum hans.
Þetta eru bækurnar í ‘The saga of Darren Shan’
1.Cirque Du Freak.
2.The Vampire's Assistant
3.Tunnels of Blood
4.Vampire Mountain
5.Trials of Death
6.The Vampire PRince
7.Hunters of the Dusk
8.Allies of the Night
9.Killers of the Dawn
10.The Lake of Souls
11.Lord of Shadows
12.The sons of Destiny