“Ísfólkið” (nú verða MARGIR ósammála mér, en ég vil taka
það fram að ísfólkið er langtum betra en besta
rauðuseríubók). Þessar bækur eru líka kallaðar
afþreyingarbækur, kellingabækur eða rómantískar bækur (?)
og flokkast almennt undir ódýrar og formúlukenndar bækur.
Oftast eru þær mjög stuttar, minna en 200 bls. og nær alltaf í
kiljuformi.
Ég hef gerst sek um að lesa nokkrar rauðuseríubækur og 13
ísfólksbækur og ég man ekki eftir einni þeirra í smáatriðum.
Söguþráðurinn var alltaf eins: Falleg kona í e.k. hættu, skilin
við manninn eða í þá áttina. Hún hittir myndarlegan mann
(dularfullur, framandi, lögga, spæjari, ríkur, …) sem henni
finnst ömurlegur í fyrstu en svo heillast hún af honum því hún
þráir svo að “hvíla í öruggum faðmi karlmanns” (gubb!). Að
lokum verða þau ástfangin, njóta ásta (=geraða) og giftast
eða byrja allavega að búa saman.
Frægasti höfundur þessara bóka er auðvitað Barbara
Cartland, en yfir 800 bækur eftir hana hafa verið gefnar út. Að
meðaltali skrifaði hún 2 bækur á viku, held ég, og varð forrík,
klæddist alltaf bleiku og málaði sig svakalega mikið allt þar til
hún lést níutíuog eitthvað ára gömul.
Ég mæli með að geyma allavega eina svona bók á salerninu.
Gott er að grípa til þeirra þegar þarf að hægja sér, því þessar
bækur veita afþreyingu, en það er engin hætta að maður
dveljist langdvölum á klósettinu við að lesa hana. Mjög
auðvelt er að leggja þessar bækur frá sér þegar maður er
hálfnaður og maður saknar einskis frá þeim.
Manneskja með meðal leshraða ætti að geta klárað eina
svona bók á rúmlega klukkutíma og því eru þær tilvaldar ef
maður hefur ALLS ekkert annað að gera og leiðist.
Afþreyingarbækur af þessari tegund eru ofboðslega mikið
lesnar um allan heim, og mikill meirihluti lesendanna eru
konur. (Ef einhver veit um karlmann sem hefur lesið “Rauðu
seríuna” má hann vinsamlega láta mig vita svo ég geti orðið
hissa). Helsti kosturinn er auðvitað hversu auðveld lesning
þær eru og auðmeltanlegar en á móti kemur að þær eru alls
ekki eftirminnilegar. Ég vona að ég hafi engan móðgað sem
er aðdáandi ísfólksins og mæli með þessum bókum, allir
ættu að lesa a.m.k. eina til að víkka bókmenntahringinn hjá
sér.
Refu
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil