Nornafár er svolítið skrítin bók…. Hún fjallar um Dagmar sem er í 9. bekk ef mér skjátlast ekki. Foreldrar hennar eru nýskilin og það voru mikil vandræði í kringum það, hún þarf að flytja og byrja í nýjum skóla og það gengur ekki sem best. Í nýja skólanum eru fjórar stelpur sem að klæða sig eins og nornir, í svört föt með svartar hárkollur og eru stífmálaðar í kringum augun. Þegar að Dagmar kemur að þeim á klósettinu í frímínútum að brugga einhvern seið þá leggja þær hana í einelti og berja hana í tíma og ótíma. Þá pantar Dagmar einvherjar galdravörur af nornasíðu á netinu og byrjar með svona vúdú drasl og notar það á stelpurnar. Þá byrja þær að fá magaverki og dót. En þá kynnist Dagmar stelpu í skólanum sem heitir Perla. Perla hjálpar henni að skipuleggja hefndaráætlun. Síðan gerast einhver undur og stórmerki sem að ég ætla ekki að fara í hér og ljóstra upp. En þetta er …hm, veit ekki alveg hvað ég á að segja. Athyglisverð bók og hún heldur manni við lesturinn. Legg til að þið kikkið á hana ef þið hafiði áhuga á því…
=)