Sven Hassel - Hlutskipti hins þýska hermanns í heimstyrjöldinin síðari Sigurvegarinn skrifar söguna. Það geta nú flestir verið sammála um það. Seinni heimsstyrjöldin er dæmi um þetta en sigurvegarnir úr henni fengu alla athyglina á sig úr bókum, kvikmyndum og fleiru. Sovétmenn skálduðu bara upp einhverjar tölur um mannfall í útrýmingarbúðum og Bandaríkjamenn voru hetjur stríðsins. Þjóðverjar voru aftur á móti útnefndir sem slæma liðið. Það er reyndar alveg rétt. Þjóðverjar réðust inn í mörg lönd og stjórnarfarið í Þýskalandi var ómannúðlegt og óttablandið. Það sem mér finnst hins vega verra er þegar allir þýsku hermennirnir fengu nasistastimpilinn á sig. Auðvitað voru vígstöðvarsvínin fljót að sjá í gegnum lygar Hitlers og Göbbels. Þeir vissu samt að ef þeir reyndu að flýja mundu mennirnir með niðurbrettu hattbörðin (herlögreglan) heimsækja þá og möguleiki til að fremja sjálfsmorð var það besta sem þeir gátu vonast eftir. Þessi grein á að vera til að leiðrétta þennan litla misskilning. Ekki taka þetta samt þannig að ég haldi að allir þýsku hermennirnir hafi verið and-nasistar. Auðvitað voru menn sem trúðu í blindni áróðursþvælunni og auðvitað voru menn sem notuðu nasismann bara sem yfirhilmingu til að slökkva kvalarþorsta sínum.

Ég ætla að segja þetta frá sjónarhóli Sven Hassels. Það hefur lengi verið deilt um hvort hann hafi í raun upplifað allt sem hann skrifar um og sumir halda því fram að hann hafi aldrei verið í hernum og að konan hans hafi skrifað allar bækurnar. Mín einlæga sannfæring er samt sú að Sven hafi tekið þátt í stríðinu. Hann skrifar um þetta af svo mikilli tilfinningu að ég á bágt með að trúa öðru. Þar að auki eru persónur, atburðir og dagsetningar ósviknar.. Margir atburðir úr bókunum eru alveg örugglega skáldskapur en þeir hafa samt allir geta gerst. Sven Hassel hefur skrifað allt í allt 14 bækur um þetta mál og hver þeirra tekur eitt atriði fyrir. T.d. tekur ein bókin fyrir undanhald á meðan önnur tekur fyrir áætlun Hitlers um að jafna París við jörðu. Eftirfarandi er samkvæmt Sven Hassel sjálfum:



Mögulegir spoilerar fyrir þá sem hafa ekki lesið bækurnar.
Sven Hassel seldi allar eigur sínar árið 1937 fyrir vegabréf. Hans eina ósk var að ganga í her og Þýskaland var nær heldur en England þannig að hann fór þangað. Eftir sex mánaða bras var hann loksins tekinn inn og sendur til Eisenach. Hann eins og flestir aðrir trúðu því ekki að stríð mundi brjótast út en hann þurfti samt sem áður að marsera til Póllands árið 1939. Fullur af ævintýraþrá lenti hann í fyrsta bardaganum síðan. 15 mínútum síðar var ævintýraþráin horfin og kaldur raunveruleikinn blasti við, stríð er ekki fallegt heldur eitt drullusvað þar sem fullorðnir menn gera allt sem þeir geta til að drepa hvern annan.

Hann varð gjörsamlega uppgefinn og skilaði sér ekki inn eftir stutt leyfi ári seinna. Að sjálfsögðu fann herlögreglan hann. Kærastan hans á þeim tíma fórnaði sjálfri sér til að bjarga honum og í stað þess að vera skotinn var hann bara dæmdur í langa fangavist.

Hann var fyrst sendur í vinnubúðir þar sem hann vann frá morgni til kvölds við erfiðisvinnu eins mokstur. Maturinn var líka af skornum skammti. Einn daginn fékk hann tilboð. Hann fékk möguleika á að ganga í sprengjueyðingarsveit. Hann þurfti að gera 15 sprengjur óvirkar til að losna við eitt ár af dómnum. Í hans tilfelli þurfti hann að gera 225 sprengjur óvirkar. Sumir lifðu af að komast yfir 50 þannig að hann bauð sig fram og hugsaði með sér að einhverntímann hlyti einhver að ná uppí 225.

Eftir að hafa náð mjög mörgum sprengjum var hann fyrirvaralaust sendur aftur í að vinna frá morgni til kvölds og sprengjurnar sem hann hafði gert óvirkar giltu ekki. Einn daginn veiktist Sven. Það var eitt það versta sem gat komið fyrir mann í svona vinnubúðum. Hann barðist við að halda sér uppi en eftir nokkra daga leið yfir hann. Hann var vaknaði inná sjúkrahúsi. Það voru framkvæmdar maar kvikindislegar læknisfræðitilraunir. Sem dæmi um það fékk hann stundum að borða allt sem hann vildi og stundum fékk hann ekki að borða í daga. Á meðan á þessu stóð voru alltaf teknar blóðprufur af og til. Einn daginn var hann hlekkjaður við hjólbörur fullar af blautum sandi. Hann var neyddur til að hlaupa með þær í hringi heilan dag. Það gekk næstum af honum dauðum og hann var heppinn að sleppa lifandi af sjúkrahúsinu (kaldhæðið).

Síðan fékk hann tækifæri til þess að ganga í refsihersveit til að bæta mannorð sitt. Fyrst var hann samt sendur í þjálfunarbúðirnar Sennalger sem gerðu allt hitt að himnaríki. Maturinn þar var alls ekki nógu næringarríkur til að viðhalda hermönnunum í öllum þeim djöfullegu æfingum sem þeir þurftu að ganga í gegnum. Allan daginn var þeim þrælað út í alls konar æfingum og þjálfun. Þeir þjálfuðu beinlínis þar til blóðið spratt fram undan nöglunum. Þeir fengu síðan frí á sunnudögum en ef þeir notuðu ekki hverja einustu mínútu til að hreinsa og fægja einkennisbúningana þá fengu þeir svoleiðist á baukinn að þeir mundu tæpast sleppa lifandi. Á næturnar voru þeir svo oft vaktir og látnir marsera marga kílómetra í fullum vígvallarbúingum. Þetta hélt þeim svo vel við efnið að þeir breyttust úr mannlegum verum í vélmenni sem gerðu hugsunarlaust og tilfinningarlaust það sem þeim var skipað.

Síðan kom að því. Þeir voru látnir sverja eiðinn aftur og Sven var fluttur til skriðdrekasveitar. Þar kynntist hann mönnunum sem áttu eftir að vera hans nýja fjölskylda. Fyrst tók Hpt. Meier á móti þeim. Sven er settur í annan riðil sem er undir stjórn Von Barring og fyrsta flokk sem er undir Beier sem er alltaf kallaður Gamlingi. Hann er samt ekki nema um það bil tíu árum eldri en hinir. Hann getur samt alltaf haldið ró sinni þó að þeir sæti harðri árás og álagið sé ómannlegt. Gamlingi er eins og föðurýmdind þeirra hinna með pípuna sína og alltaf í rólegheitunum. Gamlingi getur aldrei vanist stríðinu og fyllist alltaf viðbjóði við að sjá hluti sem hinir eru löngu búnir að venja sig við. Hann er ekki jafn óheiðarlegur og hótar undirmönnum sínum alltaf öllu illu þegar þeir ræna líkin t.d. af gulltönnum.

Hann kynnist líka Porta sem á eftir að verða aðalpersónan í gegnum bækurnar. Það er nú alveg grein útaf fyrir sig að lýsa þessum mikla snillingi. Hann er frekar ófríður, með grísaraugu, langan háls og bara nokkrar tennur. Einkennandi fyrir hann er gulur pípuhattur sem hann tekur með sér hvert sem hann fer. Hann getur alltaf reddað sér einhverju að éta og Sven lýsti því þannig að ef þeir væru týndir í eyðimörkinni gæti Porta skroppið út í myrkrið og komið til baka með kjúkling og bjór. Hann er frábær fjárhættuspilari. Þar er hann svokallaður 80% maður en í einhverri af bókunum er sérkafli til að skýra það út. Hann er líka afar músíkalskur og þá skiptir engu hvort hann nær sér í kirkjuorgel eða flautu. Nótur eru algjör kínverska fyrir honum og ef þeir fundu þannig þá flautaði Gamlingi þær fyrir hann. Hann er líka afbragðs hermaður, grimmur og vægðarlaus. Uppáhaldsvopnið hans er sjónaukariffill og í návígsbardögum kýs hann að nota rússnesskan návígishníf.

Þeir þrír mynda þetta yndislega tríó sem er þungamiðja bókarinnar. Það voru margar aðrar persónur eins og hinn einhenti Hinka og fyrrverandi hafnarverkamaðurinn Plútó. Ég nenni ekki að frekar út í þá þó að þeir séu margir hverjir mjög áhugaverðir.

Mörg grátbrosleg atvik eiga eftir koma upp í gegnum bækurnar en þið sem viljið vita meira um þau verða bara að lesa bækurnar. Þessi grein mín átti bara að virka eins og kynning. Bæði fyrir bækurnar og til að þið fáið einhverja hugmynd um hvernig stríðið fór með venjulegann þýskann hermann á botninum. Þeir fengu alltaf verstu verkefnin; líkgröft, aftökur, jarðsprengjuleitun og fleira. Þeir voru alltaf fremstir þegar átti að gera árás og aftastir þegar átti að hörfa. Margir yfirmanna þeirra eins og Meier voru kvalalosta svín sem kvöldu undirmenn sýna. Ég mæli með þessum bókum fyrir alla, hvort sem þeir eru fróðleiksþyrstir um heimstyrjöldina síðari eða hafa gaman af góðum bókum. Þessar hafa í rauninni allt. Þær eru fyndnar, sorglegar, ógeðslegar, fullar af pælingum og tilfinningaþrungnar á köflum. T.d. þegar Sven fær bréf af heiman um að Úrsúla, konan hans, hafi verið hálshöggvin fyrir mótmæli. Sven var svo niðurbrotinn að eftir nokkura daga fyllerí þá tók hann sjónaukariffil og sat fyrir rússunum bara til gamans. Hann sá svo að sér þegar Von Barring (held ég, ég man það ekki alveg) leit á hann eins og hann væri tapaður málsstaður og tók af honum riffilinn. Málfarið í bókunum er líka einstakt. T.d. eru nærbuxur alltaf kallaðar rasshulstur. Það eru líka ótrúlega frumleg og sniðug blótsyrði notuð.


Takk fyrir mig.