Heil og sæl!

Mig langar að benda á bækur eftir Tibor Fischer. Þrjár sem ég hef lesið eftir hann eru allar stórskemmtilegar, þær heita The Thought Gang, Under the Frog og Collector Collector. Under th Frog var tilnefnd til Booker verðlaunanna 97 eða 98 og fjallar um ungverskt körfuboltalið um miðbik 20. aldar. The Thought Gang segir frá drykkfelldum heimspekiprófessor sem flýr England og heldur til s-Frakklands og gerist bankaræningi í félagi við \'the one armed armed robber\'. Collector Collector er síðan sú súrrealískasta af þessum þremur, sögumaðurinn í bókinni er ævagömul leirskál sem lifað hefur tímana tvenna.
Allt stórkostlegar bækur og ef mann vantar að vekja ímyndunaraflið af værum blundi eru þessar bækur vel til fallnar.

Njótið vel, Rafa.