Robert Mason - Chickenhawk Chickenhawk er sannsöguleg frásögn Bob Mason af reynslu hans sem þyrluflugmaður í Víetnamstríðinu. Bókin segir söguna frá því að hann byrjaði að læra hjá hernum þar til að hann kemur heim, skaddaður maður.

Bob upplifði hrylling sem fæst okkar munu nokkurn tíma upplifa, sem betur fer og varð ekki samur maður á eftir. Lýsingar af átökunum séð frá sjónarhorni Bob eru átakanlegar og grípandi og á köflum óhugnanlegar. En bókin er ekki bara ljótar lýsingar, Bob segir söguna listavel og ásamt því að fá mann til að lifa sig inn í frásögn hans af fluginu er húmorinn alltaf til staðar.

Þessi bók er skyldulesning fyrir þá sem hafa áhuga á þyrluflugi og vilja kynna sér stríðið í Víetnam.
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: