Svona fyrst svo margir eru búnir að benda á ýmsar frábærar bókmenntir eins og Diskworld seríuna og hringadróttins sögu þá við ég bæta við einum bókaflokk sem er ein löng saga: Wheel of time.
Höfundur sögunnar er Robert Jordan en hann er mjög góður rithöfnundur sem að hefur m.a. skrifað ófáar bækur um Conan, Bækurnar í the Wheel of time eru nú orðnar 9 (að mig minnir) og sagan fjallar um sögu heims (ekki okkar) sem að er á barmi tortímingar. það er spádómur sem segir að The Dragon muni endurfæðast og sigra hinn illa en um leið eyða heilli þjóð OG brjóta heiminn. Hann á að hafa gert þetta áður, sem hafði þær afleiðingar að samfélag sem átti að vera svona 1000 árum á undan okkur var fært aftur á miðaldir.
Þetta er ævintýra heimur þar sem að galdra orkan er köllið the one Power og aðeins fáir útvaldir eru fæddir með hæfileika til að höndla hann, powerið skiptist í male og female side en gallinn er að karlmanna helmingurinn er skemmdur síðan the dragon var síðast uppi svo allir KK sem nota the one power sturlast/missa vitið.
Aðalhetjan (the dragon) er ungur sveitapiltur og einnig eru vinir hans mjög… sérstakir. þau eru rifin úr saklausum heim sveitarinnar inní hvirfilvind stríðs og pólitíkur (og stundum er efitt að segja hvort er verra)
Það sem gerir bækurnar svo sérstakar er allt plottið og hve vel er kafað í persónur, þeirra tilfinninga sem geta verið ruglingslegar og fyndnar… sérstaklega milli kynjanna ;o) svo eru bardagaatriðum lýst mjög vel… virkilega flott!
þetta er frábær lesning ef fólk hefur gaman að fantasíu sem er fjallar um meira en að drepa dreka og hirða prinsesuna ;o) þarna veit maður stundum ekki hver er góði kallinn og hver er vondi kallinn ;o)
IceQueen