Í Abarat er tími staður. Það eru 25 eyjur, ein eyja fyrir hverja klukkustund og ein extra (og enginn sem hefur farið á þessa tuttugustu-og-fimmtu eyju hefur snúið aftur heill á geði). Christopher Carrion er Lávarður Miðnættisins, eigandi Miðnætur eyjunnar.
Miðnætur eyjan er full af öllum helstu martröðum mannkyns. Skógar af gálgum, söfn af pyntingartækjum, ýmis skrímsli og svo framvegis. Og yfir þessari eyju ræður mesta skrímslið, Christopher Carrion.
Það er hægt að líta á Carrion sem bara klassískan vonda kall, en hann er meira. Hann er mannlegt skrímsli, betri útgáfa af Frankenstein. Ein rosalega flott setning í bókinni var eitthvað á þessa leið “Hann drukknaði næstum í bylgju af sjálfshatri”, þegar hann minntist ástar sinnar sem var ekki endurgoldin.
Einnig er amma hans skemmtileg fígúra, eldgömul samansaumuð (úr líkamspörtum af dauð fólki) gribba, sem dreymir um stríð. Það eina sem hún og vinnukonur hennar gera allann daginn er að búa til litla hermenn fyrir Miðnætur eyjuna. Hún er víst komin með yfir 20 þúsund hermenn, samansaumaða úr líkamspörtum eða gerðir úr leðju (með göldrum).
Ef ég á að koma með útlitslýsingu á Carrion þá bendi ég ykkur bara á þessa slóð: http://www.quixoticcrap.com/writings/images/abarat.jpg, rauði vökvinn fangar alla sjúka og illa hugaróra og matraðir hans, sem hann notar seinna í galdra (því verri hugsanir því betri galdur, í hans tilviki þarsem hann gerir “vonda” galdra).
En allavegana mæli ég með að allir (konur og kallar, gamlir og ungir) lesi Abarat og Abarat 2 til að kynnast Christopher Carrion!
muuuu