Steinbeck er sú bók sem ég las síðast og lauk við í gær. Ég
hafði bara lesið eina bók eftir Steinbeck áður en ég byrjaði á
þessari, en það var bókin Of Mice and Men.
Ég verð bara að segja að ég ætla strax að fara og finna fleiri
bækur eftir Steinbeck. Þessar tvær eru frábærar!
Stíllinn hjá Steinbeck er mjög einfaldur og hann er ekki með
neinar flóknar lýsingar heldur segir hlutina bara eins og þeir
eru. Það sem er líka gott við hann er að hann leikur ekki
“alvitran höfund”, þ.e. segir ekki nákvæmlega hvað allir eru að
hugsa og hvað þeim finnst. Hann segir frá persónum sínum í
3.persónu og lesandinn fær að dæma þær eftir orðum þeirra
og gjörðum.
Þessar bækur er mjög grípandi og ég átti fullt í fangi með að
leggja þær frá mér þegar kom að matar- eða háttatíma.
Í stuttu máli fjallar “Þrúgur reiðinnar” um Joad fjölskylduna
sem missir búgarðinn sinn í hendur lánadrottna og ákveður
að fara til Kaliforníu og freista gæfunnar þar. Þetta er á tímum
Kreppunnar miklu í Bandaríkjunum og fólk flykkist vestur í von
um að fá vinnu. Joad fjölskylduna dreymir helst um að
eignast aftur sinn eigin búgarð og leggur hart að sér til að sá
draumur rætist
“Of Mice and Men” fjallar um álíka hluti, en í þessu tilviki eru
það tveir vinir sem flakka um og leita sér að vinnu.
Vandamálið er að annar er gríðarstór og nautsterkur, en líka
nautheimskur og sérlega hrifin af litlum og mjúkum hlutum.
Þessir tveir eiga sér líka þann draum að eignast sinn eigin
bæ og sá draumur heldur aðallega í þeim lífinu og gefur þeim
von.
Það er betra að lesa þessar bækur á frummálinu (=ensku)
því persónurnar í bókunum tala með hreim, og er enska
stafsetningin eftir því. Þetta “stílbragð” tapast eiginlega alveg í
íslensku þýðingunni. Allir út á safn að lesa!
refu
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil