Flestir kannast líklega við American Psycho, annaðhvort myndina eða bókina. Ég sá myndina fyrst, fannst hún frábær og dreif mig að kaupa bókina. Hún var enn betri, lýsingarnar allar ítarlegri (bæði þessar ógeðslegu og líka persónulýsingarnar og þá sérstaklega hvernig fötum persónurnar klæddust). Hvet ég alla sem ekki hafa lesið hana til að drífa sig í því.

Um daginn rakst ég svo á aðra bók eftir B.E.Ellis “Glamorama”. Ég er reyndar ekki búinn með hana, en hún lofar mjög góðu. Aðalpersónan er 27 ára karlfyrirsæta, álíka yfirborðskenndur og verðbréfasalarnir í American Psycho, en skemmtileg persóna engu að síður. Lesendur fá að kynnast heimi fólks, hvers líf snýst um að þekkja fræga og ríka fólkið, með öllu sem því fylgir. Bókin þróast svo víst út í spennusögu, en ég er ekki kominn nógu langt til að segja frá því. Undarlegir hlutir eru reyndar byrjaðir að gerast, aðalpersónan er farin að sjást á hinum ýmsu stöðum, án þess að hafa nokkru sinni verið þar.

Það sem mér finnst áberandi í bókum Ellis er þessi undirliggjandi gagnrýni á yfirborðskennda lifnaðarhætti margra nú til dags og þá efnishyggju sem ræður svo miklu. Hann dregur upp öfgamynd af ungum mönnum sem eru komnir fram af þeirru brún sem flest venjulegt fólk stoppar við. Þó þeir séu vissulega ólíkir, Victor í Glamorama ólíkt saklausari en Pat Bateman, þá sér maður marga sameiginlega eiginleika.

Ég hvet alla til að kíkja á þessar bækur og láta í ljós álit sitt á þeim. Einnig ef það er einhver sem hefur lesið Less then zero eftir sama höfund.

_________________________
This is not an exit