Rithöfundurinn R.A. Salvatore ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum, enda er um mikinn penna að ræða. Fyrir þónokkuð mörgum árum skapaði hann persónuna Drizzt Do'urden í fantasíuveröldinni Forgotten Realms, en hún ætti að vera þekkt af öllum þeim sem að hafa spilað hlutverkaspil eða tölvuleiki eins og Baldur's Gate og Pool of radiance.
——————————
Bók þessi er sú fyrsta af fjöldamörgum um þessa “frægu” persónu. Bókin fjallar um fyrstu uppvaxtarár hans í undirheimaborginni Menzoberranzan, langt undir iðrum Forgotten Realms. Barátta er milli tveggja fjölskyldna í borginni, barátta hafin af hinni valdaþyrstu Do'urden fjölskyldu, tilraun þeirra til þess að komast í sæti níu mikilvægustu fjölskyldna borgarinnar. Stjórnarkerfið í borg þessari er þannig að átta valdamestu fjölskyldurnar sitja í ráði og stjórna allri borginni. Nóg um það.
Þessa “nótt” fæðist inn í heiminn þriðji sonur Matron Malice, höfuðmóður fjölskyldunnar (í samfélagi Drow ráða konurnar). Í heimi Drow eru þriðju synir höfuðmóðurinnar alltaf fórnaðir til heiðurs köngulóadrottningarinnar Lolth. Bróðir ónefnda sonarins dó þessa nótt og því var hætt við að fórna unga drengnum. Drengur þessi var svo nefndur Drizzt. Í bókinni er æska hans og uppvaxtarár í samfélagi Drow er háttað. Auk þess fáum við að vita hvernig pantherinn frægi Guenhwyvar lenti í höndum hans.
——————————
Bókin sjálf er ekkert sérlega merkileg lesning, leiðinleg á köflun en vel skrifuð samt sem áður. Salvatore skrifaði reyndar þessa bók eftir að hann gaf út fyrstu bókina um Drizzt, en þar átti hann í rauninni að vera aukapersóna. Aðdáendur bókmennta sem að tengjast Forgotten Realms ættu að lesa hana enda er alltaf gaman að vita fyrstu uppvaxtarár þessarar persónu. Góð bók þegar litið er á heildina en leiðinleg til lestrar.
Kv.
willie