Þessi bók er snilld. Hún fjallar um Sveijk sem býr í Prague sem óvænt kemst aftur í herinn sama kvöld og fyrri heimstyrjöldin braust út 28 júni 1914. Ég vil ekki segja of mikið frá henni, en hún er alltof fyndinn. Ef þú hefur lesið mikið og kannt svolítið í sögu, þá er hún enn betri. Sveijk á til að segja sögur, hann segir alltaf einhverja sögu eða dæmisögu þegar yrt er á hann. Þetta gerir fólkið í kringum alveg brjálað og þau álita hann vera fábjána. Þessi bók fæst í Þjóðarbókhlöðuna og Borgarbóksafninu. Það er hægt að fá hana á ensku í Borgarbókasafninu. Því miður lést höfundurinn Jaroslav Hasek áður en hann gat klárað bókina. Ekki halda þó að bókin sé eitthvað verri fyrir það. Hún kemst yfirleitt alltaf á topp 100 lista af bestur bækur sem hafa verið gefnar út á seinastu öld. Jaraslav er ásamt Kafka mesta skáld Tékka.
Þessi bók er aleg nauðsyn, þrátt fyrir alla vitleysuna þá leynist ádeila í henni, en það er fyrir ykkur að finna það út.
Through me is the way to the sorrowful city.