Fyrir margt löngu síðan kom út bókin Jurassic Park frá höfundnum Micheal Crichton. Þessi bók var að mörgu leiti tímamótaverk, allavegana af reifara að vera, því hún varpaði nýju ljósi á erfðafræðirannsóknir og hugsanlega misnotkun þeirra í framtíðinni. Í stuttu máli segir bókin frá ríkum milljónamæringi sem ákveður að opna skemmtigarð með risaeðlum sem hann þróaði með hjálf nýjstu erfðatækni. Hann bíður tveimur fornleifafræðingum, stærðfræðingi og lögfræðingi að koma og meta garðinn fyrir opnun hanns en viti menn, ýmislegt fer úrskeiðis og risaeðlurnar sleppa úr girðingum sínum og valda ursla.
3 árum eftir að bókin kemur út ákveður Steven Spielberg að gera kvikmynd eftir bókinni en sú mynd varð einmitt ein vinsælasta mynd allra tíma og markaði hún tímamót í gerð tæknibrellna á hvíta tjaldinu, því mipur var hún lítið annað en það, tæknibrelluhátíð. Lítið af boðskap Crichtons komst til skila í myndinni og var tæknihlið bókarinnar einfölduð mjög til að höfða betur til misgáfaðs kanans. Mörgum fannst myndin ekki góð handritslega séð og hefur það ollið fordómum gagnhvart þessari frábæru bók. Micheal Crichton gaf út framhald hennar árið 1996 og var það ekki svo slæmt, annað heldur en myndin, kannski skirfa ég um það síðar.