Enders Game Fyrst það er verið að tala um góðar og skemmtilegar bækur. Þá held ég að það sé ekki úr vegi að minnast á þessa bók. Fyrir þá sem þekkja þessa bók þá vitið þið hvað ég er að tala um.

Þetta er í raun og veru uppvaxtarsaga eins drengs sem er óheyrilega klár. Hann býr í heimi sem er í sífelldri hræðslu við að geimverur séu að fara að ráðast á þá. Herinn hefur tekið yfir hlutverki uppalenda fyrir stóran hluta mannkyns. Allt til að reyna að ala upp einhvern hernaðarsnilling. Ender er einn af hinum útvöldu sem fara í einhverskonar þjálfunarstöð fyrir verðandi hershöfðingja. Þið getið fundið út restina af sögunni með að lesa bókina.

Þótt þetta fjalli um einhverskonar “geimbardaga” þá er þetta í raun uppvaxtar og þroskasga hjá einstakling sem er hálflokaður frá restinni af þjóðfélaginu. Þetta er ein sú besta bók sem ég hef lesið á minni lífsleið og ekki eru þær nú fáar. Endilega skoðið þessa betur.

Hérna eru smá upplýsingar um bókina af amazon.com
http://www.amazon.com/exec/obidos/ASIN/0812589041/o/qid=991140816/sr=2-1/104-3341213-4218311
1379 manns hafa gefið bókinn einkunn þar og fær hún 4,5 stjörnur. ekki er hægt að kalla það slæmt
:)

Höfundurinn er Orson Scott Card og heimasíðan hans er http://www.hatrack.com