Discworld Discworld bækurnar eftir Terry Pratchett er sennilega einn skemmtilegasti bókaflokkur sem ég hef lesið. Gagnrýnendur bera hann helst við J.R.R. Tolkien og Douglas Adams nema bara fyndnari :)

Fyrir þá sem ekki vita:
Um geiminn syndir A'Tuin, gríðarstór skjaldbaka af óljósu kyni, á baki hennar standa fjórir fílar sem bera þyngd disksins á herðum sér. Diskurinn er Discworld, hugarfóstur Terry Pratchett, heimur þar sem galdrar ráða ríkjum. Umhverfis Discworld snýst pínulítil sól og agnarsmátt tungl, sennilega þau einu sem valda því að fíll þarf að lyfta fæti til að hleypa þeim framhjá. Á Discworld er ekkert kynþáttahatur, því að vera hrella þá svörtu, gulu og brúnu þegar maður getur verið að hrella þá gráu, grænu og bláu. Tegundahatur er miklu meira fjör!
Á Discworld eru það galdrar sem halda hlutunum gangandi ekki eðlisfræði eða svoleiðis þrugl. Í þéttu galdrasviði Discworld hægir ljósið á sér og rétt sullast áfram, svona svipað og hunang eða síróp, að þessum sökum eru á Discworld stórar ljósstíflur sem glitra af yfirborðinu. Á miðjum Discworld er svo “The Hub” há fjöll þar sem guðirnir búa. Við ána Ankh dreifir borgin Ankh-Morpork, miðstöð alls sem skiptir máli (það finnst íbúunum allavega), úr sér svona svipað og æla fyrir utan Klatch-neskan veitingastað. Í Ankh-Morpork er Unseen University, galdraháskóli þar sem hin merkilega bók “The Octavo” er geymd ásamt mörgum öðrum. Í “The Octavo” eru sjö af átta göldrum sem taldir eru hafa skapað heiminn, en til að vita hvar sá áttundi er ættuð þið að lesa The Color Of Magic…

Bækurnar eru:
The Color Of Magic
The Light Fantastic
Equal Rights
Mort
Sourcery
Wyrd Sisters
Pyramids
Guards! Guards!
Eric
Moving Pictures
Reaper Man
Witches Abroad
Small Gods
Lords And Ladies
Men At Arms
Soul Music
Interesting Times
Maskerade
Feet Of Clay
Hogfather
Jingo
The Last Continent
Carpe Jugulum
The Fifth Elephant
The Truth (á að koma í kilju í júní)
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: