Ég las áðan bók sem heitir “Bara heppni” eftir Helga Jónsson. Ég verð nú að segja að mér fannst hún æði!! ég tók hana á bókasafninu en ég hugsa um að ég kaupi mér hana!
Þessi bók er um stelpu sem gengur í gengum marga hluti sem ekki allir þurfa að ganga í gengum, og þótt þetta sé ungilegabók þá mæli ég með henni fyrir alla, reynsluskáldsaga sem fær mann til að hugsa, ég persónulega hef lent í mínum hlut af vondum hlutum, en ég grét, fann til með henni. Hún er vel skrifuð, eins og endurminningar, hún er að hugsa um fortíð sína. Sorgleg og fyndin og allir raunverulegir bókaáhugamenn/konur eiga að lesa þessa bók!!
Just ask yourself: WWCD!