Guðmundur G Hagalin fæddist að Lokinhömrum í Arnafirði 10 Oktober 1898.
Foreldrar hans voru Gisli Kristjánsson Bóndi og Skipstjóri og guðny Guðmundsdóttir bóndi,eru foreldrar Guðmundar af Vestfirskum stórbændum og útvegsmönnum komin,og er hægt að rekja ættir þeirra aftur til landsnáms.
Að Lokinhömrum stundaði G G H almenn sveitastörf og sjómennsku frá unga aldri,ólst hann upp við bókmennta og sagnahefð ,var bókakostur töluverður á heimilinu.
Um fermingu flyst fjöskyldan í Haukadal í dýrafirði.
G g H var ekki hár í loftinu er hann byrjaði að stunda sjóinn bæði á mótorbátum og seglbátum og var um tima formaður.( Skipstjóri)
einn vetur stundaði hann nám að núpi í Dýrafirði og árið 1917 hóf hann nám í menntaskólanum í RVK.
eftir að hann lauk skólagöngu árið 1919 þá í 5 bekk,gerðist hann blaðamaður í Reykjavik og á Seyðisfirð þar sem hann ritstírði Austurlandi og austurfara í fjögurra ára skeið.
Eftir að hafa síðan dvalist í Noregi í nokkurn tima við fræðiistörf og blaðamennsku kemur hann heim og er í reykjavik stutta stund áður en hann flyst til ísafjarðar þar sem hann átti heima næstu átján árinn1928-1946 rar sem hann var bókavörður sem og kennslu við gagnfræðiskólan.

eftir dvölina á ísafirði dvelur hann um tíma í Kaupmannahöfn en flyst síðan til Reykjavikur og dvelur það næstu 2 áratugina.
Til að geta helgað sig ritstörfum einvörðungu í rólegu umhverfi flyst hann í borgarfjörð en þar hafði hann reist sér hús að kleppjárnsreykjum í reykholtsdal,húsið nefdi hann að mýrum og undi hann vel hag sinum þar síðustu æviárinn.
Hann stofnaði ásamt fleirum félag íslenskra rithöfunda og bókafulltrúi ríkisins var hann í fjórtán ár.
Það er hægt að skrifa svo mikið meira um störf G G H en hann var svo afkastamikill á ritvellinum að það veitir ekki af að byrja á því.
Skáldsögur.
Vestan úr fjörðum.( Melakóngurinn 1924)
Brennumenn 1927
kristrún í Hamravik 1933
Sturla í vogum 1-2 1938
Blítt lætur veröldin 1943
Móðir ísland 1945
konungur á kálfskinni 1945
útilegubörnin í fannadal ( unglingasaga)1953
Sól á náttmálum 1957
töfrar draumsins 1961
Márus á valshamri og meistari jón 1967
Segið nú amen séra Pétur 1975
Hamingjan er ekki alltaf ótukt 1977
Þar verpir hvítur örn 1981.
Smásagnasöfn.
Blindsker 1921
strandbúar 1923
Veður öll válynd 1925
Guð og lukkan 1929
Einn af postulunum 1934
Hagalin segir frá 1939
Förunautar 1943
gestaganur 1948
Við mariumenn 1950
úr blámóðu aldana 1952
Þrek í þrautum. sannar sögur og þættir 1953
Blendnir menn og kjarnakonur 1954
úr hamrafirði til himinfjalla 1971
Ævisögur
Virkir dagar 1-2 ( Saga Sæmundar Sæmundssonar Skipstjóra.1936-38
Saga Eldeyjar hjalta 1-2 1939
á torgi lífsins saga Þórðar Þorsteinsonar á Sæbóli 1952
Konan í dalnum og dæturnar sjö,saga moniku helgadóttur á Merkigili 1954
í kili skal kjörviður,saga mariníusar Eskilda Jessens 1957
í vesturvíking,saga jóns Oddssonar skipstjóra
Það er engin þörf að kvarta og margt býr í þokuni, saga Krístinar Kristjánsson 1961-62
Að duga eða drepast,saga Björns eirikssonar 1962
í fararbroddi,saga Haralds Böðvarssonar 1964-65
Danskurinn í bæ,saga Adams Hoffritz 1966
Sonur bjargs og báru,saga Sigurðar Jóns Guðmundssonar 1968
eldur er bestur,saga Helga hermanns Eirikssonar 1970
Sjálfævisaga
eg veit ekki betur 1951
Sjö voru sólir á lofti 1952
ilmur liðinna daga 1953
Hér er kominn hoffinn 1954
Hrævareldar og himinljómi 1955
Filabeinshöllin 1959
Stóð ég úti í tunglljósi 1973
ekki fæddur í gær 1976
Þeir vita það fyrir vestan 1979
Aðrar bækur sem hann ritaði eru gróður og sanfok 1943 en þar var spjótum beint að pólitiskum árróðri í bókmenntum.
Nokkur orð um íslenskan sagnaskáldskap 1923
Guðmundur þyddi nokkra bækur og sat í ritstjórn eftirfarandi rita ,eimreiðin,skinnfaxi,Nyjar kvöldvökur,Dýraverndarinn,
Læt ég þetta duga að sinni ,Guðmundur andaðist 26 febrúar 1985 á áttugasta og sjöunda aldursári.