William Somerset Maugham var kunnur rithöfundur hérlendis fyrir mörgum árum en leikritum hans hefur verið gerð ágæt skil að ég held undanfarin ár þó alltaf megi gera betur, en ég hef ósköp lítið heyrt hans getið varðandi skáldsagnanna sem hann hefur skrifað þó margar af hans bókum hafi birst í íslenskri þýðingu.

Þó skal þess getið að hann er af ensku bergi brotinn, fæddur í Frakklandi 1874 og útskrifaðist læknisfræðingur frá háskólanum í Heidelberg.

Hann varpaði læknisfræðinni fljótlega frá sér, gerðist rithöfundur og hefur ferðast um flest lönd heims til að safna efni í sögur sínar.

Eitthvert sérstæðasta og sérkennilegasta ritverk hans er “Tunglið og tíeyringurinn”. Það er ævi- og örlagasaga listmálara, færð í skáldsögubúning. Ekki þarf að fara í neinar grafgötur um hver sé fyrirmynd höfundarins að söguhetjuni, en það mun vera franski málarinn Paul Gauguin, einhver stórbrotnasti og frumlegasti snillingur sem um getur í sögu málaralistarinnar.

Það er álit bókmenntafræðinga að í skáldssöguni “Tunglið og tíeyringurinn” birtast bestu höfundarkostir Maughams.