Riddarar Hringstigans
Ég ætla að skrifa um bók sem heitir Riddarar Hringstigans eftir Einar Már Guðmundsson. Einar fæddist í Reykjavík 1954, tók seinna BA próf í bókmenntum og sagnfræði. Árið 1979 fluttist hann til Kaupmannahafnar og bjó þar til 1985. Hann hefur gefið út bækurnar Riddarar Hringstigans,Vængjasláttur í þakrennum, Eftirmáli regndropanna, Rauðir dagar, Englar alheimsins, Fótspor á himnum, líka ljóðasöfn og smásagnasöfn.
Söguþráður bókarinnar er um fimm stráka, fimm og sex ára, þá Óla, Garðar, Jóhann, Finnn og Jón. Jóhann er aðalpersóna og sögumaður og er sex ára gamall, og segir mjög oft í sögunni hvað hann heitir. Sagan gerist á aðeins þrem dögum dögum.
Riddararnir og kastalinn
Hér ætla ég að skrifa um riddarana og kastalann. Það var fokhelt hús rétt hjá heimilum þeirra sem þeir léku sér stundum á kvöldin í og höfðu það voðalega gaman, en þetta kvöld átti Óli afmæli og eftir afmælið fóru þeir þangað að leika sér. En eftir smátíma voru mömmurnar farnar að kalla á þá, en þá ákveða þeir að fara ekki eftir útivistartímanum sínum og vilja ekki fara strax heim, þeir vilja fara að reykja og leika sér í riddaraleik í óbyggða húsinu. Þeir ganga að fokhelda húsinu eins og það var kallað. Garðar rekur spýtuna í plastið í glugganum og það rifnar. Garðar tekur spýtuna glaður til baka. Jóhanni finnst þetta eins og hann hafi tekið ofskynjunarlyf því að það er svo dimmt þarna úti fyrir, en hann fattar að hann hefur ekkert tekið ofskynjunarlyf, hann er aðeins undir áhrifum myrkursins. Jóhann á að opna dyrnar og er lengi að gera það. Strákarnir reka á eftir Jóhanni og hann drífur sig að opna hurðina og hleypir strákunum innfyrir. Þeir stansa inni og halda að einhver sé að koma og hugsa sér hvað verði kannski gert við þá eins og í gamla daga en það var enginn þar. Þeir hugsa svo í smá tíma, og láta sig dreyma um ýmsa hluti. .Eftir smá hugsanir tekur Jón upp sígarettupakka (larksígarettupakka), stærstu sígarettur á höfuðborgarsvæðinu, aðvitað stal Jón pakkanum, hann fór í eina sjoppu og sagði: ,,einn pakka af larksígarettum”og konan lagði einn pakka á borðið og þá sagðist Jón ætla að fá eina dós af ananas og á meðan að konan var að ná í ananasinn hljóp Jón með pakkann í burtu. Jón tók upp sígarettupakkann og bauð öllum og allir fengu sér eina nema Garðar, þeir reyktu larksígarettu og voru voða cool. En eftir að strákarnir voru búnir með rettuna fóru þeim að svima,og svo spurði Jón hvort þeir ættu að fá sér aðra en allir mótmæltu. Jón varð fúll yfir því að reykja einn því að honum fannst það vera félagsleg athöfn. Svona brölluðu þeir mikið til þess að stytta sér stundirnar og þeir léku sér að vera þarna af og til reykjandi, borðandi snúða og í riddaraleik. En í þetta skiptið vildi Garðar ekki vera þarna lengur því að hann var orðinn svo þreyttur og vildi fara heim, en var svo þreyttur að hann hélt sér ekki uppi, datt og naglinn á spýtunni fór beint í augað á honum. Strákarnir sáu að blóð lak úr Garðari svo að þeir urðu hræddir og Jóhann hljóp eins og fætur toguðu heim til Garðars og kallaði alla leiðina á hjálp. Þegar hann kom heim til Garðars sagði hann þeim frá, og stuttu seinna sá hann sjúkrabíl keyra framhjá. Hann hljóp heim til sín og eftir smá stund fór hann upp í herbergið sitt og sofnaði. Næsta dag sá hann Óla úti og fór til hans og þeir fóru til Garðars, en mamma hans notaði vísifingurinn og benti til himna og sagði:,,hann er þarna” og þá vissu þeir að hann væri dáinn. En þegar Jóhann var kominn heim til sín var bankað og hann vonaði bara að þetta væri engill sem að myndi leyfa honum að sjá Garðar aftur. En þetta var leikfangasalinn, Jóhann lét hann fá allt sem að hann stal nema að hann lét hann fá tuttugu og fimm krónu seðil fyrir matchbox bílnum. Og þannig eru endalok þessarar sögu.
Mér fannst þessi saga alveg ágæt, af því að hún var dálítið spennandi en mér finnst svolítið glatað að fimm ára strákar séu að reykja (sem gerist reyndar í raunveruleikanum mjög svo oft útaf “fikti”).
Enjoy…
——–
DaZerT