Pabbi minnn var að finna 20 ára gamalt eintak sitt af þessari mögnuðu bók svo ég skellti mér í lesturinn. Þegar ég las hana fannst mér ritstíllinn vera öðruvísi, ansi skondinn en ekki jafn alvarlegur og LotR.
Þessi bók er með því besta sem ég hef lesið eftir Tolkien, þó vissulega á annan hátt en bækurnar um Miðgarð, því þessi bók er einhvernveginn líka æðisleg miðað við það hvað hún er einföld.
Ég gef bókinni ****/***** (þeas fjórar stjörnur af fimm mögulegum.)
— Hér fyrir neðan er sagt frá söguþræði bókarinnar —
Bókin byrjar á lýsingu af bóndanum Ægidius Ahenobarbus Julius Agricola de Hammo, einfaldlega kallaður Ægidius de Hammo eða Giles af Skinkubæ (Ham :P) og hans högum, samfélaginu í kringum hann og bara lífinu almennt.
Einn daginn kemur risi inn í söguna, og eins og þeir sem lesa ævintýri vita, eru risar alltaf svangir. Nújæja, risinn gerir þau mistök að ganga inn á jörð bóndans Giles (eigum við ekki að kalla hann bara Gissur eða eitthvað á okkar fallegu tungu). Nú jæja, ekki er Gissur nokkur af Skinkubæ huglaus, svo hann tekur Blunderbussið sitt, sem er nokkurn skonar byssa og skýtur í andlitið á risanum. Risinn dröslast þá í burtu.
En svo skemmtilega vill til að risinn, sem var bæði nærsýnn og heyrði illa, hélt að þetta væri hrossafluga sem stakk hann. Nújæja, hann fór þá að tala við vini sína drekana, og þegar drekarnir heyrðu um land án riddara, sem að sjálfsögðu veiddu dreka í þá tíma, fór einn dreki til þessara landa.
Konungurinn hafði sent Gissuri sverð nokkuð fyrir það að hræða risann, og var nú Gissur risinn til metorða í Skinkubæ. Þegar hundurinn hans, Garm, eða bara Garmur sá svo drekann (hundurinn hafði líka séð risann) og lét húsbónda sinn vita. Gissur reyndi að komast undan drekaveiðum, en þó bjó fólkið í skinkubæ til brynju handa honum, svo hann neyddist til að fara.
Þá hefst drekaveiði Gissurar, og honum tókst að stinga drekann í vænginn. Þá varð drekinn hræddur og Gissur stefndi honum í átt að Skinkubæ. Þar gafst drekinn upp og lofaði öllu sínu fé til fólksins þar. Þá frétti konungurinn það og því hann var mjög fégráðugur sendi hann boð um það að hann ætti hluta fjársjóðsins, því honum hafði verið stolið frá forfeðrum landsins.
Nú jæja, þegar drekinn kom ekki þegar hann hefði átt að koma með fjarsjóðinn varð konungurinn ævareiður og sendi riddarana sína til að ná í drekann, og að sjálfsögðu var líka sent eftir Gissuri. Þau fara þá, riddararnir verða hræddir þegar komið er nálægt drekanum og snúa við, en Gissur fer heim til Skinkubæar með drekann og fjarsjóð mikinn.
Þegar Gissur er ekki að sýna nein merki um það að hann muni fara með fjarsjóð til konungs, fer konungurinn ásamt riddurum sínum til Skinkubæar. Þar hræðir drekinn burt alla riddarana, og hest konungs (en konungurinn var enn á hestinum.)
Þá er stofnað nýtt konungsríki þar sem Gissur er konungur, drekinn hafður í miklum metum og allir eru ánægðir nema konungur ríkisins sem þetta land hafði tilheyrt.
Endi