Dan Brown- Da Vinci lykillinn


Aðfangadagskvöld fékk ég Da Vinci lykilinn í jólagjöf eftir að hafa verið á leiðinni að kaupa han í heilt ár, eftir að vinur minn mælti með henni, en ég hef aldrei drifið mig í því. En ég fékk hana s.s í jólagjöf og byrjaði strax að lesa hana.
Þessi bók hefur notið mikilla vinsælda og það er í augnablikinu verið að gera bíomynd um sömu sögu.

Bókin fjallar um táknfræðinginn Robert Langdon, en eina friðsæla nótt er hann vakinn af lögreglunni til að hjálpa til með að leysa morð sem var framið á forstjóra le Louvre, sem er frægt listasafn í París, en hlutirnir þróa sig öðruvísi en ættlast var og hann áttar sig á að lögreglan er á eftir honum. Hann endar á því að slást í hóp með lögreglukonunni Sophie, sem hjálpar honum á flótta frá lögreglunni. Sophie er barnabarn forstjóra Louvre og á flótta með Robert þarf hún að leysa ýmis gátur og táknmálafræði sem afi hennar skildi eftir handa henni.

Þessi bók er mjög grípandi og er ekki erfið í lestri. Mér fannst bókin vera mjög spennandi í byrjun, en svo varð ég fyrir meiri og meiri vonbrigðum. Sagan þróaðist yfir í eitthvað bull fannst mér og þetta varð allt meira og meira óraunverulegt. Þótt sumir benda á að allt þarf ekki að vera raunverulegt, þá passar það einhvernigin alls ekki inní söguna. Mér finnst tildæmis að allt er voðalega létt fyrir Robert og Sophie að gera hvað þeim hentar og að mínu mati finnst mer að Dan Brown hefði átt að sleppu síðustu senunni í kirkjunni það sem Sophie fær að vita hver forfaðir hennar var (Þeir sem hafa lesið bókina vita hvað ég er að tala um).
Það sem er gott við bókina að mínu mati er að það er skrifað um Opus Dei og Priory of Sion sem ég vissi ekkert um og það er líka mikið skrifað um Da Vinci, sem ég tel mjög mikilvægan mann í sögunni og einnig áhugaverðan og spennandi. Ég hef líka gaman að Silas sem er persóna í bókinni, en hann lýsir því hvað kirkjan er mikilvæg fyrir marga einstælinga sem eiga við vandamál að stríða. Einnig er Dan Brown góður að ná upp stemningu á sumum köflum.

Ég átti von á betri bók, en ég skil mjög vel að margir falla fyrir henni.
Ég hef ákveðið að gefa henni 3 stjörnur af 6.
þetta er ekki partur af korkinum