En nóg um það og meira um bókina. Hún er æsi spennandi og allir bókaaðdáendur með þroskaðan bókasmekk ættu að lesa hana. Annan daginn þegar ég var að lesa hana þá fór ég á blaðsíðu 200 og eitthvað og þá varð rafmagnslaust. Ég varð svo hrædd. Þetta er nefnilega hryllingssaga af bestu gerð, en stundum þá heldur maður að þetta sé barnabók af því að þetta er um 4-10 ára gamla krakka. En svo verður hún alltaf ógeðslegri og ógeðslegri. Sögupersónurnar eru aðallega: Ísak, Halla, Eydís, Eva Mist og bróðir hennar Bergur sem er kallaður Beggi, Aron, Nonni, Brynja, Hilmir og svo ósýnilegi vinur hans Dúi sem hann einn getur séð en svo í eiginlega endann þá geta allir séð hann.
þetta stendur aftan á bókinni:
það er eitthvað undarlegt á seiði í Húmdölum, blokkinni sem rís eins og kastali í jaðri borgarinnar. En þau einu sem virðast taka eftir því eru börnin. Þau heyra uggvænleg hljóð berast úr veggjum og skápum barnaherbergjanna og verða vör við ýmsar breytingar og óskiljanlega atburði hér og hvar í blokkinni.
Allt virðist þetta tengjast dularfulla, einræna stráknum sem býr hjá ömmu sinni á efstu hæð í stigagangi númer átta. Fullorðna fólkið lætur hins vegar eins og ekkert sé og börnin eiga ekki annarra kosta völ en að snúa bökum saman og horfast í augu við ógnina. En það er ekki nóg með að blokkin sé að taka breytingum. Sum barnanna eru ekki sjálfum sér lík…
umsögn:
Börnin í Húmdölunum er æsispennandi saga eftir liðlega tvítugan rithöfund sem slær nýjan og hrollvekjandi tón í íslenskum bókmenntum.
Höfundur: Jökull Valsson
Ef ég á að gefa henni stjörnur 0-5 þá fær hún 10.
“Suicide hotline… Please hold”