Þessi bók er eftir Einar Már Guðmundsson og er sjálfstæð skáldsaga, þótt að það er ein fyrri saga sem heitir Riddarar hringstigans og fjallar hún um sömu aðalpersónu. En samt er þetta einsog sjálfstæð skáldsaga.
Þessi bók er allrosaleg, mér persónulega finnst mjög gaman að bókum sem fjalla svona um lífið og tilevruna, en þessi bók fjallar um strák, Jóhann Pétursson.
Hann lifir á sjöunda áratugnum - Tíma Bítlanna og Rolling Stones og er mikið fjallað um þessar hljómsveitir í bókinni.
Þessi saga er skrifuð í fyrstu persónu og lýsir lífi Jóhann Péturssons á mjög skemmtilegan hátt, í byrjun er svona flakkað um á tíma, einu sinni gerðist þetta og svo framvegis.
Það gerist margt í lífi Jóhann Péturssonar og ýmislegt hefur á daga hanns drifið, margt mjög fyndið og er þetta snilldar lýsing hjá höfundi.
Uppáhalds kaflinn minn er án efa þegar hann og vinir hans hitta Skagfirðinginn, hahahaha það var fyndinn kafli.
Ég ætla ekkert að vera að setja einhverja spoilera um bókina en þetta er bara frábær bók sem allir verða að lesa.
Þegar ég kláraði bókina 29. Desember fékk ég sömu tilfinninguna og þegar ég hafði klárað að lesa Lord of the Rings, fannst einsog partur af mér væri horfinn, því að þetta er svo frábær bók.
En veit einhver um svipaða bók einsog þessa hérna?
Þessi bók fær Fjóra og hálfa stjörnu af fimm mögulegum (Lord of the rings fær fimm stjörnur, engin önnur)
Takk fyrir mig, kv. rollan6
SUuup