ATH. ég veit ekki hve góð þessi lýsing verður þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég skrifa lýsingu á bók, en ég ætla allavega að segja afar grófa lýsingu af bókinni Acorna - the unicorn girl (bækurnar eru fleiri)Þeir sem hafa ekki lesið þessa bók en ætla sér að lesa hana ættu ekki að lesa þetta þar sem mikill SPOILER er í þessu.











Í venjulegum málmleitar leiðangri sínum, finna námumennirnir Gill, Calum og Rafik, lítið, undarlegt björgunnar hylki, fljótandi fyrir utan skipið þeirra(sagan gerist í geimnum, þeir flakka á milli plánetna í svona geimskipum)
Þeir fiska hylkið upp og opna það. Í hylkinu er svo það undarlegasta sem þeir hafa nokkurntíma séð. Það er lítil stelpa, með loðna fætur og hófa, fingur sem eru einhvernvegin liðamótalausir, og lítið horn á enninu. Þeir gera sitt besta til að ala hana upp, kenna henni allt um alla málma og allt sem tengist námuvinnslu, eða þeirri námuvinnslu sem þeir stunda, sem er ekki þannig að maður borar sig inn í fjall með haka (reyndar er ég ekki alveg viss um hvernig námuvinnu þeir stunda, þarsem bókin er á ensku, og sem ellefu ára krakki skil ég ekki nema 4/5 af henni), þeir kenna henni líka tölfræði og fleira, en fyrst og fremst þurfa þeir að kenna henni Basic sem er tungumálið sem er fólkið talar. Með tímanum lærir hún þó tungumálið, en kemur í ljós að litla hornið á enninu á henni, býr yfir nokkrum eiginleikum, það er að “hreinsa” vatn og loft (losa það við eiturefni og þannig), lækna sár og beinbrot, og að láta tré og annan gróður vaxa. Þar sem hún er jurtaæta étur hún aðalega lauf og getur ekkert drukkið nema vatn og drykki sem eru aðeins búnir til úr ávöxtum og vatni.
Það er líka eitt annað skrítið við hana - hún vex óvenju hratt - á tveim árum breytist hún t.d. úr lítilli stelpu sem virðist vera sex ára, í unga konu.

En vegna skorts á vistum þurfa námumennirnir þrír, ásamt Acornu, að fara til frænda Rafiks, sem heitir Uncle Hafiz. Hann ræður yfir House Harakamian, og er þar af leiðandi einn virtasti og ríkasti maður á öllum af þessum fjöldamörgu plánetum.
Uncle Hafiz má ekki vita af Acornu, þar sem hann er með hálfgerða phobiu fyrir því að safna sjaldgæfum “hlutum”.
Þrátt fyrir að Rafik, Calum og Gill hafi farið eftir ítrustu varkárni, þá gerði hin litla Acorna það ekki, enda óviti á þessu tímaskeiði, þar sem hún leit út fyrir að vera sex ára (en var í raun í mesta lagi 1 1/2 árs). Uncle Hafiz er því afar undrandi þegar hann sér hana dansa í garðinum hjá sér, inn um alla syngjandi steinana (sem eru hluti af þessum fágætu hlutum sem hann safnar), undir eins vill hann fá hana í safnið sitt. Hann vill ekki gefa þeim byrgðirnar nema hann fái Acornu í staðinn. Það endar með því að Rafik játar því, en þeir stinga af með Acornu og vistirnar áður en Uncle Hafiz getur tekið Acornu til sín.
Frá Uncle Hafiz fara þeir svo óbeina leið til plánetunnar Kezdet, þar sem þau vinna með Delzaki Li, sem ræður yfir House Delzaki (minnir að það hafi heitið það) Jutith, Pal og fleirum við að bjarga börnum sem er haldið í ánauð, af hinum óhugnalega og miskunnarlausa The Piper. Acorna vex og verður sífellt áfjáðari í því að ná þessum börnum í burtu, sem eru látin þræla myrkranna á milli í námum, vinna í þrældómi við að höggva í grjót og hluti eins og það. Ég ætla sammt ekki að segja meira.
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*