Hæhæ…

Mig langar að segja ykkur frá bókinni Gallabuxnaklúbburinn og hvernig mér fannst hún!

Ef þið hafið ekki lesið hana þá myndi ég ekki lesa þetta.. Ykkar ábyrgð!

————–

Bókin er eftir höfundinn Ann Brashares og Anna Heiða Pálsdóttir þýddi hana yfir á íslensku.



Þær eru 4 vinkonurnar og heita Carmen, Tibby, Lena og Bridget.

Bókin byrjar þannig að Carmen fer í skranbúð og er að skoða notuð föt þar og þa kemur hún auga á buxurnar og henni finnst hún verða að kaupa eitthvað og kaupir þær.
Svo hittast allar vinkonurnar því þær eru allar að fara í sina hvora áttina. Carmen fer til pabba síns i Suður Karólinu, Lena var að fara til Grikklands til ömmu og afa síns, Bridget var algjör sportisti og var að fara í fotboltasumarbúðir.!

Svo máta þær allar 4 þessar buxur sem Carmen hafði fengið og allar passa þær í buxurnar..! Þá vita þær að þetta eru töfrabuxur vegna þess að Carmen er með frekar stórann rass og Lena frekar mjó og Bridget risastór og Tibby barra svona venjuleg! Þá ákveða þær að senda þær alltaf á milli um sumarið svo allar myndu fá að nota buxurnar! Þær ákváðu svo að setja reglur sem gilda um notkun buxnanna..

Þær hljóða svo.

1. Aldrei má þvo buxurnar.

2. Aldrei má nefna orðið “teif” ef maður er í´buxunum. Ekki má heldur segja í huganum “ég er feit” þegar maður er í þeim.

4. Aldrei má leyfa strák að færa mann úr buxunum ( en maður ma sjálfur fara úr þeim í návist hans).

5. Ekki má bora í nefið í buxunum. Þó er leyfilegt að klora sér varlega í nösinni og bora þannig óbeint i hana.

6. Við endurfund okkar verður hver og ein að fylgja settum reglum um skráningu þessa timabils sem hún eyddi i buxunum.

7.Hver og ein skal skrifa klúbbfélugunum regluglega yfir sumarið, hversu vel sem hún skemmtir ser í fjarvist þeirra.

8. Buxurnar skulu ganga á milli félaganna í þeirri röð sem ákveðin er af klúbbnum. Brot á þessari reglu varar harðri flengingu við endurfund okkar.

9. Ekki skal gyrða skyrtu niður í buxurnar eða nota belti með þeim. Sjá reglu númer 2.

10. Mundu: Gallabuxur = ást. Elskaðu vinkonur þínar. Elskaðu sjálfa þig!
———-

Svo vil ég eiginlega ekki segja meira svo eg skemmi ekki bókina fyrir þeim sem lesa þetta! :)