Goosebumps,The barking ghost eftir R.L. Stine. Þetta á að vera bók til þess að hræða mann þó að ég varð ekkert hræddur en bókin er samt sem áður alveg ágæt. Bókin fjallar um strák sem heitir Cooper og hann er hrædur við næstum allt. fjölskylda hans flutti úr Boston í einhvern skóg um sumarið, fyrstu nóttina í nýja úsinu heyrði hann hund gelta en hann hélt að það var Mickey bróðir sinn.En síðan heyrði hann tvo hunda gelta og hann vissi að það gat Mickey ekki gert og varð auðvitað alveg skýthræddur.Mamma hans, pabbi hans og bróðir hans heyrðu hinsvegar ekkert . Næsta dag ætlaði hann að leyta í skóginum að þessum hundum en fann enga hunda.Hinsvegar sá hann stelpu sem var kölluð Fergie. Alltaf þegar hann fór að sofa heyrði hann þessa hunda gelta. Einu sinni átti Fergie að gista hjá þeim og um nóttina heyrði hann aftur í hundunum en í þetta sinn heyrði Fergie það líka. Þau fóru út og sáu hundana. Hundarnir drógu krakkana með sér að gamlri littlri skemmu og ýttu þeim oní hana.Þar breyttust krakkarnir í hundana og hundarnir í krakkana (skrýtið).Krakkarnir reyndu og reyndu að láta foreldra Coopers að trúa að þau voru krakkarnir en árangurslaust.En síðan fundu þau uppá því að draga krakkana í skemmuna rétt eins og hundarnir gerðu það við þau. En eitthvað var að foreldrarnir voru komnir og voru með einhverja aðra krakka með sér. Þau höfðu breyst í mink. Það voru fullt af minkum í skóginum og einhverjir höfðu greinilega hoppað oní.

Vonbrigði bókarinnar var að þetta endaði ömurlega, þau breyttust í mink og síðan er sagan búinn. En mér fannst þetta alveg ágæt bók annars. Ég var hinsvegar ekkert hræddur þegar ég las bókina. Ég held að það mundu alls ekki margir verða hræddir af bókinni.


Fyrir þá sem að nenntu ekki að lesa greinina að þá er bókin ágæt en maður verður ekkert hræddur af henni.