Ég hvet alla til að lesa þessa stórfenglegu bók eftir Michael Ende sem kom fyrst út árið 1973.
Bókin fjallar um Mómó, ungu, stríðhærðu og tötralegu stelpuna og vini hennar.
Hin svokölluðu “grámenni” hafa ráðist inn í borgina án þess að nokkur hafi orðið var við það (sumir urðu en þeir gleymdu því bara) og reyna að fá alla til að leggja tíma sinn í tímasparisjóð. Því ákafar sem fólkið sparar tímann því fátæklegri verður tilvera þess.
Heimurinn virðist alveg vera á valdi grámennana þegar meistari Secundus Minutus Hora grípur til sinna ráða.
Án aðstoðar barns úr mannsheimum getur hann samt ekkert gert, svo Mómó, söguhetjan berst ein gegn “grámennunum” einungis með tímablóm í hendi og skjaldböku undir handleggnum…
Svo komist þið sjálf að endinum ef þið lesið bókina. Ég bendi svo á bókina Sagan Endalausa eftir sama höfund. Þessar bækur eru ævintýrabækur fyrir alla.