Kurt Cobain - Ævisaga Ég var bara að lesa það í Fréttablaðinu réttáðan auglýsingu um að Ævisaga Kurts Cobains væri að koma út hérna. Þetta er nú samt ekki alveg nógu góð auglýsing þar sem það kemur ekkert fram hvort sé verið að gefa hana út á Íslensku eða hvenar hún verður gefin út eða hvort það sé búið að gefa hana út. Þetta á nú samt víst að vera gefið út af Bókaútgáfunni Hólar, þannig ég fór á netið og reyndi að finna heimasíðu Bókaútgáfunnar Hólar, en fann ekkert.

En þessi bók á víst að vera “Ein albesta ævisaga sem skrifuð hefur verið, segja gagnrýnendur”
Og er hún m.a metsölubók New York Times.

Hérna koma nokkrar gagnrýnir:


,,Hrífandi en stundum skelfilegur lestur“
segir Seattle Post - Intelligencer

,,Stekkur beint í efsta sætið”
- Montreal Gazette

,,Ein besta og nærgöngulasta bók sem skrifuð hefur verið“
- Los Angeles Times

,,Ævisagan sem áhrifamesti rokkari sinnar kynslóðar átti alltaf skilið”
- Chicago Sun-Times

,,Ef til vill getur andi Cobains loksins hvílst í friði“
- Miami Herald

,,Afbragð annarra rokkævisagna og á skilið verðugan sess í poppmenningarsöfnum,,
- Booklist

,,Stórkostleg gjöf handa þeim sem unna list Kurts Cobains”
- Seattle Weekly

,,Dýpsta bókin um myrkustu föllnu stjörnu rokksins“
- Amazon.com

,,Í lok bókarinnar gróf ég andlitið í höndum mér og grét”
- Globe and Mail
___________________________________________________

Þar hafiði það, allavena fyrir mitt leiti þá er þessi bók komin í 1.sæti á jólagjafalistann minn. Ég get ekki beðið eftir að fá að lesa hana.
./hundar